Úrval - 01.11.1970, Side 31
BALLETTINN í LENINGRAD
29
ettflokksins, sem ræður yfir mest-
um ' sköpunarkröftum og atorku.
Þar má sérstaklega nefna N. Maka-
rovu, G. Sísovu, J. Solovjof, S.
Víkulof og V. Panof. Og að end-
ingu er það hin skapandi æska,
sem er von og framtíð leikhússins;
ungir dansarar, sem luku listdans-
skóia fyrir aðeins tveimur eða
þremur árum. Ennþá veit enginn,
hvernig ferill þeirra verður, en nú
þegar er komið í ljós, að frammi-
staða unga fólksins er einkar
áhugaverð. Þar er átt við E. Evtéé-
vu og sérstaklega við M. Barisjní-
kof, sem hlaut fyrstu verðlaun í
alþjóðlegri listdanskeppni í Moskvu
síðastliðið sumar.
Ballettinn í Leníngrad.... Þessi
orð hrífa hugi ballettunnenda um
heim allan. Frökkum, Kanada-
mönnum, Pólverjum, Bandaríkja-
mönnum, Búlgörum, Finnum, Sví-
um og Englendingum er kunnugt
um listræna getu ballettsins. Alls
staðar, þar sem listdansarar frá
Leníngrad koma fram, hljóta þeir
frábærar móttökur og mjög góða
dóma. Alls staðar eru þeir verðugir
fulltrúar borgarinnar, sem ber nafn
Leníns.
☆
E'igandi veðhiaupahests eins var að horfa á hestinn sinn í einu veð-
hlaupinu. Hann mátti horfa upp á hað, að hann drægist aftur úr og heil-
margir hestar hlypu rétt á undan í svo þéttri röð, að það virtist ómögu-
legt fyrir hann að smjúga í gegnum hana. Eftir siðustu beygjuna mynd-
aðist samt svolítið op í röðina á einum stað, og maðurinn byrjaði þá að
æpa í hvatningarskyni sem óður væri. En allt ko.m fyrir ekki. Eftir
hlaupið spuröi hann knapann, 'hvers vegna hann hefði ekki notfært sér
þetta auða op, um leið og það myndaðist. Þá svaraði knapinn: „Herra
minn, hafið þér nokkurn tíma reynt að komast í gegnum op, sem fór
hraðar en þér sjálfur?"
Raymond Doll.
Gagnfræðaskólapiltur átti að skrifa ritgerð um mengunarvandamálið.
Hann hringdi í Fordverksmiðjur og spurði riíara þar: „Leggur fyrirtæki
yðar eitthvað af mörkum til mengunarinnar?"
„Eg veit það bara ekki,“ svaraði 'hún. „En við gefum í Sameinaða
sjóðinn."
Táningur segir við félaga sinn: „Sko, hann segir, að það sé ekki
lengur klárt að vera klár, sko, að það sé núna klárt að vera ekki klár.“
Ung móðir segir við vinkonu sína: „Sko, ég ætla að reyna dálitið nýtt
í sumar. Ég ætla að senda hundana mína í sumardvalabúðir og krakkana
í hundatamningarskóla!"