Úrval - 01.11.1970, Síða 36
34
TJRVAL
leita þar aftur, því þeir skildu ekki
fólkið, sem voru andstæðingar
þeirra.
Ef til vill var það ofar þeirra
skilningi að nokkur gæti verið svo
snarráður sem þessi ungi Banda-
ríkjamaður, eða svo gersamlega
óeigingjarn, sem þessi franska
kona, sem án þess að hika, faldi
hann aftur.
Þeir höfðu látið í minni pokann
fyrir tvenns konar hugrekki. Fall-
hlífarhermaðurinn hafði hugrekki
örvæntingarinnar. Hann sá aðeins
eina undankomuleið og notfærði
sér hána strax. En franska konan
hafði hugrekki, sem aldrei yfirgef-
ur mann eða svíkur. Jafnvel í óham-
ingju sinni var hún hamingjusöm,
því hún vissi á hvað hún trúði.
Presturinn .við St. Barnahaskirkjuna í Bolton í Englandi birti svohljóð-
andi tilkynningu í kirkjublaði sínu: „Fuglarnir í Bolton ihafa byrjað
tilhugalíf sitt. Vilja táningar vinsamiega taka það til athugunar, að
fuglar, jafnvel gaukar, byggja sér hreiður, áður en þeir unga út eggjum
,slínum.“
The Times.
Einmitt þegar maður er kominn hálfa leið upp stiga frægðar og frama,
hrópar einhver fyrir oían: „V-arið ykkur, þið þarna íyrir neðan!“
Maður lýsir hippa einum með þessum orðum: „Hann er gáfaður, vel-
upplýstur og gerir sér góða grein fyrir rétti sínum .... sannkallaður
vandræðaseggur."
E’in piparjómfrúin segir við aðra: „Eg hefði svo sem átt að vita, að
hann ætlaði sér eitthvað meira en að sýna mér bara þessar eitursiöngur
sínar, þegar hann bauð mér upp til sín! Hann reyndi að selja mér eina.“
Dóttir mín, sem er á táningaaidrinium, virtist stöðugt vera að biðja
mig um dollar fyrir einu eða öðru, þangað til mér fór að gremjast þetta
og ég spurði íhana, ihvort þetta væri það eina, sem hún gæti sagt. „Nú,
viidirðu heldur, að ég talaði bara alls ekki við þig?“ spurði hún þá.
B. Jones.
Hefurðu heyrt um nýja hanastélið, sem ber heitið 747? Sko, þú drekk-
ur eitt glas, og þá ertu Boeing — Boeing — Búeing — Búing — Búinn
— Búinn ?
Hefurðu heyrt um mannætuna, sem var rekin úr skólanum? Þeir
komu að honum, þar sem hann var byrjaður að smyrja kennarann.
Manstu gamla daga, þegar loftið var hreint, en allt kynlíf óhreint?