Úrval - 01.11.1970, Page 57

Úrval - 01.11.1970, Page 57
ASNINN SEM KOM ÖLLUM í GOTT SKAP 55 hliðar, og svo var hann búinn að bíta töluna af jakkaerminni, áður en maður vissi af. Og svo stóð hann bara kyrr og japlaði á tölunni með lokuð augu og bros á prakkaraand- liti sínu. Brátt var svo komið, að það voru ekki lengur eftir neinar tölur á jökkunum eða frökkunum mínum. Þegar menn frá borgarskipulags- nefndinni komu til þess að rann- saka skepnuhald okkar nokkru síð- ar (skipulagsnefndin hafði ekki gert ráð fyrir asnarækt í okkar hverfi) náði Jack hátindi snilli sinnar með því að kippa látúns- hnapp snyrtilega af jakkaermi lög- regluþjónsins, sem hafði fylgt skipulagsnefndarmanninum heim til okkar. Svo þegar lögregluþjónn- inn flúði í áttina til bílsins síns, náði Jack einnig hnappi af ermi skipulagsnefndarmannsins. Hann hefur aldrei borið neina sérstaka virðingu fyrir skriffinnskubákninu né þjónum þess. ASNAHRAÐLESTIN. Húsið okkar í Port Washington stendur aðeins tveim götulengdum frá járnbrautarstöðinni. Því geng ég á stöðina á hverjum morgni á leið til vinnu minnar. Aðrir starf- andi menn, sem þurfa að nota lest- irnar til þess að komast til vinnu sinnar en búa lengra frá stöðinni, fara í bílum á stöðina. Eiginkon- urnar aka bílunum og fara síðan heim með þá. Margar þeirra líta þá þannig út eins og það væri nýbúið gð grafa þær upp úr kirkjugarðin- um. Á kvöldin endurtekur sama sagan sig aftur á bak. Og ég verð að segja það eiginkonunum til sann- mælis, að þá líta þær miklu betur út. Ég hafði alltaf þráð það svona í laumi, að einhver tæki á móti mér á stöðinni að löngum vinnu- degi loknum. En auðvitað var ekki nein ástæða fyrir Jane að yfirgefa ringulreiðina heima rétt fyrir kvöldmatinn til þess að aka full- frískum eiginmanni tvær stuttar götulengdir. En samt, sko, svona í laumi.... Það vildi svo til rétt fyrir jólin þetta ár, að ég hafði komið við í verzlun Gimbels og gert þar tals- verð innkaup. Ég þurfti því að rog- ast með nokkra þunga pakka á Pennsylvaníuj árnbrautarstöðina, en þaðan ætlaði ég að taka lestina, sem leggja skyldi af stað klukkan 5.09. Það hafði snjóað allan dag- inn, og því ákvað ég að láta nú undan þessari leyndu ástríðu minni svona rétt einu sinni. Eg hringdi því í Jane, áður en ég steig upp I lestina, og bað hana um að sækja mig á stöðina heima í Port Wash- ington. Ég gerði mér grein fyrir því, jafnvel áður en lestin hafði stanz- að algerlega, að mér höfðu orðið á hræðileg mistök. É'g gat séð, að Jane var ekki á stöðinni, en þess í stað biðu þar fjórir smákrakkar og einn söðlaður asni í snjónum, innan um flota af stationbílum með eiginkonur við stýrið. Ég hefði alls ekki farið út úr lest- inni þarna, hefði Port Washington ekki verið endastöðin. Eg tafði tímann með því að þreifa um sæt- ið og undir því, eins og ég hefði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.