Úrval - 01.11.1970, Page 59
ASNINN SEM KOM ÖLLUM í GOTT SKAP
57
séð hana nokkr-
um sinnum áður,
því að hún hafði oft
slegizt í hópinn á
kvöldgöngusýning-
unum. Öðru hverju
hafði hún stungið að
Jack gulrót eða epli
og talað hljóðlega
við hann á spænsku.
Hún sagðist hafa bú-
ið í Mexíkó fyrir
mörgum árum og
hefði þekkt marga
asna þar.
Við buðum henni
að koma inn fyrir og
fá sér í glas með okkur, en hún af-
þakkaði boðið kurteislega. Hún
sagðist bara hafa komið til þess að
segja okkur, að um miðnætti á jóla-
nótt krypu öll dýrin á kné í básum
sínum til heiðurs nýfædda Jesú-
barninu.
Ég varð steinhissa við að heyra
þessa tilkynningu. En svo kvað við
hávaði, sem kom mér til þess að
líta við. í stiganum að baki okkur
stóð hópur þögulla barna með blik
í augum og í náttfötum einum
klæða, barna, sem áttu nú með
réttu að vera sofandi.
Gesturinn okkar steig af þrepinu
út í snjóinn. Hún vafði sjalinu þétt-
ar um höfuð sér og gaf okkur merki
um að fylgja sér.
„Komið þið“, sagði hún. „Þið
skuluð bara sjá til“.
Börnin þutu til þess að ná í jakka
og stígvél og æddu síðan út á eftir
konunni. Jane fór í asnakápuna
sína og Christopher í úlpuna sína
og skóhlífarnar. Svo rétti hann mér
vasaljós.
Við gengum hljóðlega út að bíl-
skúrnum. Eg vissi ofur vel, að asn-
inn lá venjulega endilangur á hlið-
inni og hraut hástöfum. Ég kveikti
á vasaljósinu.
Jæja.... Jack lá reyndar á
hnjánum .... Hann lá þarna á
hnjánum í prýðilegum jólakorta-
stíl með lokuð augu og eyrun lögð
aftur með hálsinum.
Konan sagði blíðlega við börn-
in: „Sjáið þið bara. Asnarnir muna“.
Að svo mæltu gekk hún brosandi
burt.
Það var útilokað, að börnin gætu
sofnað núna. Og því settumst við
inn í dagstofuna og lásum um fæð-
ingu Jesú. Angela skrapp svo út
til þess að gá að asnanum. Hún kom
strax aftur og sagði: „Hann liggur
endilangur á hliðinni.... hrjót-
andi“.
BETRI RAUÐUR EN DAUÐUR.
f rauninni höfðum við aldrei ætl-