Úrval - 01.11.1970, Page 62
60
það. Jim Harvey kom til okkar,
morguninn eftir að við komum
þangað. „Ég get ekki fundið asn-
ann“, sagði hann. „Hann hefur ekki
sézt í tvo daga“.
Við fórum heim á búgarðinn hans
og athuguðum girðinguna, en hún
reyndist hvergi vera brotin. Svo
tókum við eftir því, að hesturinn,
hann Huckshaw, hafði alls ekki
snert við hevinu sínu. Hann stóð
bara á hlaðinu við hlöðuna og starði
stöðugt í áttina til lítillar tjarnar,
sem var við vegbrúnina skammt
undan. Við gengum þangað niður
eftir. Þar fundum við Jack. Hann
hafði verið skotinn. Það var hrein-
legt skot. Það hafði hitt í mark,
beint á milli augnanna. Hann hafði
ekki þurft að heyja neitt dauða-
stríð.
Að vísu hafði ég ekki litað Jack
fyrir þetta veiðitímabil, en ég ef-
ast um, að það hefði skipt nokkru
máli. LJklega hefur þetta viljað
þannig til, að hann hefur haldið
niður að tjörninni um rökkur til
þess að forða sér undan ásókn flugn
anna. Og þar hefur hann orðið
fórnardýr veiðilþjófs. Vejðiþjófur-
inn hlýtur að hafa séð eyrun og
ÚRVAL
útlínur skrokksins, er hann beindi
vasaljósi sínu að honum.
Við grófum Jack á litlum hól
við hliðina á tjörninni, mitt úti í
þessu víðfeðma haglendi, sem
vindurinn gnauðaði um, haglend-
inu, sem við í fjölskyldunni og nán-
ustu kunningjar okkar erum í svo
nánum tengslum við.
Hvað fjölskyldu okkar snerti,
táknuðu endalok Jacks endalok viss
tímabils. Hann hafði á einn eða
annan hátt haft sterk áhrif á okk-
ur öll. Þegar við lítum nú á ljós-
myndirnar okkar, eigum við
kannske svolítið erfitt með að
gleyma tölulausu ermunum og
ýmsu öðru ergelsi. En við minn-
umst þó enn betur rymjandi hljóð-
anna, sem hann gaf frá sér og bár-
ust þvert yfir dalinn, og gönguferð-
anna á kvöldin, er Brian svaf sætt
í örmum Alison á baki Jacks. Yms-
ar minningar um hann vekja upp
gamla gremjutilfinningu vegna ým-
issa óþæginda, sem hann skapaði
okkur. En hinar minningarnar, ótal
indælar minningar, eru svo óendan-
lega sterkari. Þær ná yfirhöndinni.
Við minnumst Jacks með innilegri
hlýjukennd.
Piparmey, sem var á því skeiði, þegar ómögulegt er að gizka á aldur-
inn, var í járnbrautarlest, þegar hópur af bófum réðist á lestina. Tveir
bófar komu inn í klefann. Annar var hár maður og fríður sýnum, hinn
lágur og heldur ólögulegur.
— Við ætlum að taka alla peninga af karlmönnunum, sagði sá há-
vaxni, en kyssa konurnar.
— Við látum konurnar alveg vera, áréttaði sá litli.
— Haltu þér saman, gall þá í piparmeynni, hávaxni maðurinn stjórn-
ar þessu.