Úrval - 01.11.1970, Qupperneq 74
72
ÚRVAL
inlandinu. — Á sumrum stunda þeir
sjóböð, þeir geta þó ekki farið í
veiðitúra vegna brimsins og hættu-
legs sjólags.
Sumir rækta matjurtagarða í hin-
um ósamvinnuþýða sandi og fara í
skemmtigöngur, eða bregða sér á
bak smáhestunum og ríða á hinum
harða sandi strandarinnar. Smá-
hestarnir á Sable er leyndardóms-
fullt fyrirbrigði. Alls eru þeir um
360 að tölu. Stuttir óhrjálegir og
margir ótamdir, en uppruni þeirra
er óviss. Ein tilgátan er sú, að þeir
séu afkomendur franskra riddara-
liðshesta, sem hafi synt í land frá
strönduðum frönskum innfiytjenda-
skipum, fyrir 180 árum. Eitt skip-
anna var á leið til hins nýja heims
með hermenn og hernaðarbirgðir.
Önnur tilgátan er sú, að hestarnir
hafi verið sendir til Sabie af Thom-
asi Hanock, frænda John Hanock,
hins fræga uppreisnarmanns og föð-
urlandsvinar. Og svo að Thomas
hafi viliað hiálpa skipbrotsmönnum,
sem höfðust við á eyjunni, í hinni
hörðu lífsbaráttu þeirra, og hann var
nógu forsiáil til þess að senda þetta
kyn, sem þoldi hinar hörðustu veðr-
áttur og hrjóstruga umhverfi.
Hey og hafrar eru fluttir til eyjar-
innar frá meginlandinu, en hestarn-
ir lifa einnig á ýmsum grösum, sem
gróa í sandinum, berjum og blóm-
um.
Á hverjum degi er farin eftirlits-
ferð um fjarlægustu fjörur eyjar-
innar. Þessar ferðir eru alltaf eftir-
væntingafullar, því að hinn hreyf-
anlegi sandur er alltaf að skila
minjagripum.
Einu sinni fannst stór böggull af
enskum fimm punda seðlum, talið
vera um 5.000 dollara virði. í annað
skiptið fann eftirlitsmaðurinn heilt
sjóstígvél, og þegar hann hristi það,
hrutu úr því mörg tábein. Ryðgaðar
byssur og byssustingir, sverð, brot-
in eldunaráhöld hafa stundum
fundist, í annað skiptið gamall pen-
ingur frá tímum Elísabetra 2. Þá
finnast oft hlutar úr beinagrindum
manna og dýra.
Jarðfræðingar segja að Sable-eyja
sé hryggur eins af hinum stóru
bönkum, sands, malar, skeljabrota
og kórals, sem mynda hæð, er liggur
neðansjávar í Atlantshafi, samsíðis
með austurströnd Ameríku, frá Ný-
fundnalandi til Cape Cod. Yfirborð
sandsins hafi þjappast saman af
vindi og sjó, og sumir spá því, að
þetta muni geta skolast og skokkið
aftur, þar sem þessi óstöðugi kassi
hreyfist lengra og lengra út í dýpra
vatn. Ef ekki verða gerðar stöðugar
varúðarráðstafanir í tíma, mun fok-
sandurinn afmá öll mannvirki og
annað á eyjunni.
Einn 90 feta djúpur sandpyttur
hefur grafið fullriggaðan „Slipper"
svo að ekki sést á siglutoppana.
Nokkur nýleg skipsflök hafa horfið
á einni nóttu, önnur, sem grafin hafa
verið í árhundruð birzt á ný og ver-
ið sjáanleg í nokkurn tíma, en horfið
svo að nýju.
Aðeins 8 af hinum rúmlega 500
skipum, sem strandað hafa á Sable,
hafa sloppið við tortímingu, að vit-
að sé. S/s. „Myrtle“ strandaði 11.
janúar 1840. Skipverjaír yfirgáfu
skipið, en það losnaði aftur í næsta
stormi, og rak mannlaust um hafið,
þar til því var bjargað við Azoreyj-