Úrval - 01.11.1970, Qupperneq 90
88
ÚRVAL
þótt þau hafi alls ekki brotið nokk-
ur lög.
Þrettán ára drengur, James* að
nafni, frá héraðinu í kringum Sa-
vannah í Gorgíufylki, var sendur á
upptökuheimili fylkisins af dómara
einum, og þar átti hann að bíða þess
að fá vist í betrunarskóla. Hann
hafði ekki framið neitt annað afbrot
en það að skrópa oft í skólanum.
Millard, 16 ára piltur, sem var
gæddur miklum hæfileikum, var að
móta brjóstmynd af Martin Luther
King yngri, þegar ég hitti hann í
fangelsi einu í Atlanta. Hann hafði
verið settur í fangelsi, vegna þess
eins, að hann hafði oft lent í rifrildi
við fósturmóður sína. Hann hafði
ekki brotið nein lög. Konan áleit
bara, að hún gæti ekki lengur feng-
ist við uppeldi mótþróagjarns ung-
lings.
f Suður-Karólínufylki hitti ég
Peanuts (Baunir), óskaplega lítinn
og pervisinn ungling, sem hefur
reynzt hafa greindarvísitöluna 36
við greindarpróf og stendur á svip-
uðu stigi andlega og þriggja ára
barn. Þrátt fyrir þetta var hann lok-
aður inn í betrunarskóla innan um
forherta afbrotaunglinga, skóla, þar
sem grimmdin og ruddaskapurinn
minnti helzt á fangabúðir nazista.
Tina var smávaxin 12 ára telpa.
Ég rakst á hana í fangelsi í Yakima
í Washingtonfylki. Þar var hún læst
inni í fangaklefa. Hún hafði verið
fangelsuð „í öryggisskyni" fyrir
hana sjálfa, eftir að föðurbróðir
hennar hafði beitt hana kynferði-
*Raunverulegum nöfnum barn-
anna hefur verið breytt í bók þess-
ari og þeim gefin dulnefni í staðinn-
legu ofbeldi. Gæzluvarðhaldsstöðin,
sem Tina dvaldi á í Yakima, er
hreinlegasta stofnun sinnar tegund-
ar í Bandaríkjunum. Og samt er
ekki hægt að segja annað en, að hún
hafi verið hryllileg. Hún er sígilt
dæmi um þær aðstæður, sem sér-
fræðingar álíta, að skaði börn einna
mest og orsaki jafnvel afbrot og
glæpi, jafnvel á meðan það sé verið
að vernda það fyrir glæpamönnum
eða að það sé í rauninni verið að
hjálpa börnunum, sem dvelja í slík-
um stofnunum.
í gæzluvarðhaldsstöðinni í Ya-
kima dvöldu börnin að meðaltali
18 klukkustundir á sólarhring í ein-
menningsklefum, á meðan þau biðu
þess, að dómstólarnir kvæðu upp
úrskurð í málum þeirra. Allan
þennfln langa tíma hafa þau ekkert
við að vera annað en að sitja bak
við læstar dyr og lesa.
Don Rolstad, forstöðumaður ung-
lingadeildar Yakimahrepps, lýsir
aðstæðum þessum á þann hátt, að
þær séu „sorglegar“. En hann bætir
því jaínframt við, að þær séu samt
betri en áður fyrr. Nú orðið eru ekki
geymd yngri börn en 12 ára á
gæzluvar-ðhaldsstöðinni þar. Þar er
um að ræða börn, sem eru vanrækt
og munaðarlaus á einhvern hátt.
Polstad hefur þessu við að bæta:
„Fram til ársins 1967 voru smábörn
læst hér inni, fjögurra, þriggia og
allt niður í tveggja ára gömul.“
Ef til vill er sú staðreynd hneyksl-
anlegust, að af um 1200 börnum, sem
fangelsuð eru og lokuð inni í betr-
unarstofnunum í Yakima árlega,
reynast færri en 300 vera afbrota-
börn sarnkvæmt úrskurði dómstóla