Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 94
92
JÓHANN EINVARÐSSON,
BÆJARSTJÓRI
Jóhann Einvarðsson er fædd-
ur í Reykjavík árið 1938. For-
eldrar hans enu Einivarð-ur
Hallvarðsson, starfsmannastjóri
Landsbanka Islands, og Vigdis
Jóhannsdóttir. Jóhann stundaði
nám við Samvinnuskólann ár-
in 1956—58. Að loknu námi
réðist hann til starfa við fjár-
málaráðuneytið og vann þar
sem fulltrúi fram á árið 1966.
Þá tók hann við starfi bæjar-
stjóra á ísafirði, en þvi starfi
gegndi ihann, þar til fyrir stuttu
síðan, en þá var hann ráðinn
bæjarstjóri Keflavíkur til næstu
fjögurra ára. Jóhann er kvænt-
ur Guðnýju Gunnarsdóttur.
ÚRVAL
saur. Gólfið var þakið alls konar
rusli og úrgangi, sem var augsýni-
lega margra daga gamall.
Eitt af hroðalegustu upptöku-
heimilum landsins er í Memphis í
Tennesseefylki. Það minnti mig á
fangelsi fyrir fullorðna. Börnin eru
þar í gæzlu einkennisklæddra varð-
manna. Sum þeirra búa í venjuleg-
um fangaklefum, þ.e. innri her-
bergjum, sem snúa að ytri gangi, og
eru engir gluggar á herbergjunum
sjálfum, heldur aðeins frammi á
ganginum. Rúm úr málmi er fest við
vegginn. Og í hverjum klefa er að-
eins bekkur og borð úr stáli.
I New Yorkborg er farið með
unglinga og unga menn frá 16 til 21
árs aldurs til fangelsis úti á Riker-
eyju, og þar er þeim þjappað saman
í fangelsisálmum eins og nautgrip-
um í rétt. „Fangelsið er gert fyrir
um 2100 menn,“ segir George F. Mc-
Grath betrunarstjóri. „En hér hafa
stundum verið allt að 3200 menn í
einu.“ I fangelsinu á Rikerseyju er
ekki um að ræða nein störf eða end-
urhæfingu fyrri þá, sem bíða eftir
því að koma fyrir rétt. Ungir menn
forherðast aðeins, er þeir neyðast til
að ráfa um fangelsisálmu sína dög-
um saman án þess að geta aðhafzt
nokkuð. Hávaðinn er svo ægilegur,
risavaxin og himinhá fangelsisálm-
an svo yfirþyrmandi og mannhafið
svo ofboðslegt, að gestinum finnst
hann vera yfirbugaður og magnvana
eftir hálftíma dvöl þar. Það er líkt
og að vera staddur mitt í flaumi
traðkandi og æðandi nauta í nauta-
rétt án þess að hafa nokkurn griða-
stað til þess að flýja til.
Maturinn í mörgum fangelsum er