Úrval - 01.11.1970, Qupperneq 98

Úrval - 01.11.1970, Qupperneq 98
96 TJRVAL lengi. Snurðulaus rekstur skiptir þá miklu meira máli en hin mann- lega hlið starfsins. Þeir álíta, að snurðulaus rekstur og þægileg starfsskilyrði starfsliðsins og sem minnst fyrirhöfn þess séu takmörk í sjálfu sér. Slíku var einmitt til að dreifa í betrunarstofnuninni í Dela- waxe, þar sem forráðamennirnir létu sig meira skipta viðhorf starfs- liðsins, samvinnuvilja þess og mál- stað heldur en málstað drengjanna, sem voru með sprungnar hljóð- himnur eftir barsmíð starfsmann- anna. Astandið hefur einnig stórum versnað vegna þeirra aðstæðna, að margt af starfsfólki því, sem gæzlu annast, lætur sig líðan barnanna og unglinganna engu máli skipta. Oft- ast er um mjög lítið menntaða menn að ræða, sem hafa þar að auki nei- kvæða afstöðu gagnvart börnunum og unglingunum og hafa alls ekki tekizt þessi störf á hendur vegna þess, að þá langi til að hjálpa. Stundum eru þeir varla læsir eða skrifandi. Oft tekst þeim í rauninni að ná stjórn stofnunarinnar í sínar hendur og „stjórna" henni með því að bindast samtökum og hóta því að leggja að öðrum kosti niður störf sín. Robert T. Grey, fyrrverandi forstöðumaður Betrunarhælis Connecticutfylkis í Cheshire, kvart- aði t.d. yfir því, að það væri „erfið- ara að meðhöndla suma starfsmenn- ina heldur en afbrotaunglingana sjálfa“. „Við hverju er að búast, þegar maður fær 3100 dollara á ári fyrir 60 stunda vinnuviku?" Þannig var ég spurður af starfsmanni betrun- arstofnunar einnar í Suður-Karo- línufylki, þegar ég minntist á þetta. Þetta viðhorf hins opinbera at- vinnuveitanda til launakjara starfs- fólksins, sem byggist aftur á smá- smugulegum fjárframlögum er ein- kennast af nízku, hefur svo næstum alveg fyrirsjáanlegar afleiðingar. Horaður og veiklulegur sextán ára piltur, Jim að nafni, sem dvaldi á Drengjaskóla Floridafylkis í Mari- anna, var t.d. sannarlega í nauðum staddur. Náttfötin hans voru öll blóði drifin, enda hafði hann skor- ið sjálfan sig viljandi í handlegg- inn allt frá úlnlið upp að olnboga. En samt virtist enginn hafa tekið eftir þessu, eða að minnsta kosti virtist enginn láta sig þetta nokkru máli skipta. Kvöldið áður hafði hann verið um tíma í stórri setu- stofu ásamt öðrum drengjum. Þeirra gættu tveir verðir. Þá hafði hann étið hluta af brotinni ljósa- peru. Enginn virtist heldur láta sig slíkt nokkru máli skipta. Þess í stað var hann bara læstur inni í ein- angrunarklefa. Jim var fyrst sendur í skóla þenn- an, þegar hann var 13 ára gamall, vegna þess að hann var vanræktur á heimili sínu. Þar var hann látinn dvelja í eitt ár. Á þeim tíma var hann oft laminn af vörðunum og tvisvar lúbarinn með hýðingaról, í annað skiptið fyrir að slást við stærri pilt, sem var að reyna að neyða hann til þess að taka þátt í kynvillumökum með sér. Síðan dvaldi Jim á ýmsum fóst- urheimilum í 15 mánuði samfleytt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.