Úrval - 01.11.1970, Side 99

Úrval - 01.11.1970, Side 99
BÖRN í NAUÐUM STÖDD 97 Þá var hann sendur aftur í sama skóla fyrir að hafa strokið af fóst- urheimili og að hafa þefað af lími til þess að komast undir annarleg áhrif. Hann hafði verið læstur inni í þessum skóla í rúmt ár, þegar ég hitti hann þar. Eftir langar viðræður við Jim bað ég einn af yfirmönnum skólans um að ræða einnig við drenginn. Þetta var í fyrsta skipti, sem ein- hver hafði sýnt Jim áhuga og sam- úð, og hafði það slík áhrif á dreng- inn, að hann fór skyndilega að skjálfa og tárin streymdu stöðugt niður kinnar hans, þegar hann leysti frá skjóðunni. Hann talaði stanz- laust. Það var líkt og hann réði ekki við það. „Ég hef alltaf verið sleginn utan undir og laminn og sparkað í mig alla tíð,“ sagði hann. „Svo flý ég bara, þegar allt er orðið svo hræði- legt. Ég held bara áfram að hlaupa, hlaupa og hlaupa beint af augum. Ég brauzt hvergi inn . . . . ég var allt of hræddur til þess. Ég stal aldrei bíl... ég kann ekki einu sinni að keyra.“ Hann talaði stanzlaust í næstum háiftíma. Hann virtist rólegri, þeg- ar hann þagnaði. Þegar farið var með Jim í klefann aftur, sneri starfsmaðurinn sér að mér og sagði steinhissa: „Þetta er í fyrsta skipti, sem hægt hefur verið að ná sam- bandi við þennan dreng.“ Það hafði þurft svo ofurlítið til þess. En samt var þetta ekki eina skiptið, er slíkt gerðist á rannsókn- arferð minni um betrunarskóla landsins. ENDURHÆFING .. . AÐEINS AÐ NAFNINU TIL Hvað verður svo um þau ógæfu- sömu börn, sem lokuð eru inni í þessum betrunarstofnunum við þær hörmulegu aðstæður, serri fyrir hendi eru í flestum þeirra: Milton Luger, formaður Lands- sambands fylkisendurhæfingar- stjóra afbrotaunglinga, hefur þetta að segja um ástandið: „Það væri betra fyrir alla málaaðilja, ef ekki tækist að hafa hendur í hári af- brotaunglinga og þeir væru ekki teknir fastir og vistaðir í ýmsum betrunarstofnunum, vegna þess að fjölmargir þeirra forherðast, meðan þeir eru undir okkar umsjón." Ge- orge McGrath, hinn mikilsvirti yf- irmaður fangelsismála í New York- borg, hefur þetta að segja: „Það ætti að skýra almenningi frá því, að betrunarstofnanir okkar stuðla geysilega að aukningu afbrota. Aukning glæpa er í beinum tengsl- um við betrunarstofnanir okkar.“ Sem dæmi um þetta mætti nefna smávaxna 14 ára stlúku, Ellen að nafni. Brúnleiti fangabúningurinn náði henni næstum niður á ökla. Það var ekki vegna þess að búningur- inn væri of stór fyrir venjulega 14 ára stúlku, heldur var Ellen svona lítil. Þegar ég hitti hana síðdegis í fangelsi í Rock Islyand í Illinois- fylki, hafði hún verið læst þar inni í tvær vikur og tveim dögum betur. Félagsráðgjafi hafði sent beiðni til yfirvaldanna og farið fram á, að hún kæmist undir eftirlit, og hafði tekið fram í beiðni þessari, „að hún hefði þörf fyrir opinbert eftirlit“ og að hið opinbera ætti að taka
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.