Úrval - 01.11.1970, Side 99
BÖRN í NAUÐUM STÖDD
97
Þá var hann sendur aftur í sama
skóla fyrir að hafa strokið af fóst-
urheimili og að hafa þefað af lími
til þess að komast undir annarleg
áhrif. Hann hafði verið læstur inni
í þessum skóla í rúmt ár, þegar ég
hitti hann þar.
Eftir langar viðræður við Jim
bað ég einn af yfirmönnum skólans
um að ræða einnig við drenginn.
Þetta var í fyrsta skipti, sem ein-
hver hafði sýnt Jim áhuga og sam-
úð, og hafði það slík áhrif á dreng-
inn, að hann fór skyndilega að
skjálfa og tárin streymdu stöðugt
niður kinnar hans, þegar hann leysti
frá skjóðunni. Hann talaði stanz-
laust. Það var líkt og hann réði
ekki við það.
„Ég hef alltaf verið sleginn utan
undir og laminn og sparkað í mig
alla tíð,“ sagði hann. „Svo flý ég
bara, þegar allt er orðið svo hræði-
legt. Ég held bara áfram að hlaupa,
hlaupa og hlaupa beint af augum.
Ég brauzt hvergi inn . . . . ég var allt
of hræddur til þess. Ég stal aldrei
bíl... ég kann ekki einu sinni að
keyra.“
Hann talaði stanzlaust í næstum
háiftíma. Hann virtist rólegri, þeg-
ar hann þagnaði. Þegar farið var
með Jim í klefann aftur, sneri
starfsmaðurinn sér að mér og sagði
steinhissa: „Þetta er í fyrsta skipti,
sem hægt hefur verið að ná sam-
bandi við þennan dreng.“
Það hafði þurft svo ofurlítið til
þess. En samt var þetta ekki eina
skiptið, er slíkt gerðist á rannsókn-
arferð minni um betrunarskóla
landsins.
ENDURHÆFING .. .
AÐEINS AÐ NAFNINU TIL
Hvað verður svo um þau ógæfu-
sömu börn, sem lokuð eru inni í
þessum betrunarstofnunum við þær
hörmulegu aðstæður, serri fyrir
hendi eru í flestum þeirra:
Milton Luger, formaður Lands-
sambands fylkisendurhæfingar-
stjóra afbrotaunglinga, hefur þetta
að segja um ástandið: „Það væri
betra fyrir alla málaaðilja, ef ekki
tækist að hafa hendur í hári af-
brotaunglinga og þeir væru ekki
teknir fastir og vistaðir í ýmsum
betrunarstofnunum, vegna þess að
fjölmargir þeirra forherðast, meðan
þeir eru undir okkar umsjón." Ge-
orge McGrath, hinn mikilsvirti yf-
irmaður fangelsismála í New York-
borg, hefur þetta að segja: „Það
ætti að skýra almenningi frá því,
að betrunarstofnanir okkar stuðla
geysilega að aukningu afbrota.
Aukning glæpa er í beinum tengsl-
um við betrunarstofnanir okkar.“
Sem dæmi um þetta mætti nefna
smávaxna 14 ára stlúku, Ellen að
nafni. Brúnleiti fangabúningurinn
náði henni næstum niður á ökla. Það
var ekki vegna þess að búningur-
inn væri of stór fyrir venjulega 14
ára stúlku, heldur var Ellen svona
lítil. Þegar ég hitti hana síðdegis í
fangelsi í Rock Islyand í Illinois-
fylki, hafði hún verið læst þar inni
í tvær vikur og tveim dögum betur.
Félagsráðgjafi hafði sent beiðni til
yfirvaldanna og farið fram á, að
hún kæmist undir eftirlit, og hafði
tekið fram í beiðni þessari, „að hún
hefði þörf fyrir opinbert eftirlit“
og að hið opinbera ætti að taka