Úrval - 01.11.1970, Page 101

Úrval - 01.11.1970, Page 101
BÖRN í NAUÐUM STÖDD 99 grein fyrir þessu eða skilja það réttum skilningi, og halda því áfram að húðstrýkja og berja þessi óttaslegnu börn og læsa þau inni í einangrunarklefum. Á hinn bóginn er hinum rudda- fengnari fanganna launað, vegna þess að á yfirborðinu „semja þeir sig að siðum og háttum“ í betrun- arstofnunum. Þeir hinir sömu leika hlutverk sín í þeim hræsnisleik af fyllstu alvöru og leggja sig fram í því efni. í flestum betrunarskólum er í rauninni engin áherzla lögð á að leysa vandamái barnanna eða unglinganna eða að hjálpa þeim til þess að hverfa aftur til samfélags- ins sem nytsamir borgarar þess. Þess í stað er fylgzt með því, hvort barnið eða unglingurinn „semja“ sig að lífsháttum stofnunarinnar, hverjir sem þeir eru. Geðlæknirinn dr. Earl S. Patterson útskýrir hér á eftir, hvernig þetta gerist í Drengjaskóla Connecticutfylkis: „Það er búizt við því af drengj- um, sem í skólann eru settir, að þeir semji sig í mjög ríkum mæli að öllum lífsháttum stofnunarinnar. Dragi einhver drengur slíkt á lang- inn, mun hann beittur alls konar refsingum, sem þyngjast stöðugt. Hann er látinn sitja eftir í bekkj- um (þar er um launakerfi að ræða), hann er beittur líkamlegri refsingu af ýmsu tagi eða hann er lokaður inni í einangrunarklefa. Láti hann það þá stöðugt undir höf- uð leggjast að semja sig að siðum og lífsháttum stofnunarinnar, er hann settur í stöðuga einangrun og að lokum sendur til einhverrar annarrar stofnunar. En þeir dreng- ir, sem semja sig að siðum og lífs- háttum stofnunarinnar, fá brátt þau ummæli, að þeir hafi breytzt tii batnaðar, þeir hafi tekið framförum og sýnt aðlögunarhæfni.“ Það skiptir ekki nokkru máli, hvort þessi aðlögun getur á nokkurn hátt hjálpað börnunum og ung- lingunum til þess að halda velli og komast „lífs af“ í þess orðs fyllstu merkingu á strætrun Harlem í New Yorkborg, Vesturbæjarins í Chi- cago eða í lélegum hverfum smá- bæja úti á landsbyggðinni. Oliver J. Keller, forstöðumaðui’ Æskulýðsþjónustudeildar Florida- fylkis, kveður upp eftirfarandi dóm um allt þetta kerfi: „Barnið er sent aftur út á strætin að lokinni dvöl á betrunarstofnuninni, án þess að nokkurt af fjölskylduvandamálum þess hafi verið leyst. Og það hefur forherzt í afstöðu sinni til afbrota og glæpa.“ VANDRÆÐAÁSTAND UNGLINGADÓMSTÓLANNA Það er kaldhæðnislegt, að það skuli einmitt vera hið lögfræðilega kerfi Bandaríkjanna, sem tryggir að miklu leyti áframhald hinnar hneykslanlegu meðferðar nauð- staddra barna og unglinga. Ung- lingadómstólar voru fyrst stofnað- ir fyrir um öld til þess að forða börnum og unglingum frá venju- legum sakamáladómstólum, sem fjölluðu um afbrot fullorðinna. En rannsókn mín gefur til kynna, að margir forhertir glæpamenn fái betri meðhöndlun fyrir dómstólun- um en börn og unglingar. í Suður-Karólínufylki hafa börn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.