Úrval - 01.11.1970, Page 101
BÖRN í NAUÐUM STÖDD
99
grein fyrir þessu eða skilja það
réttum skilningi, og halda því
áfram að húðstrýkja og berja þessi
óttaslegnu börn og læsa þau inni í
einangrunarklefum.
Á hinn bóginn er hinum rudda-
fengnari fanganna launað, vegna
þess að á yfirborðinu „semja þeir
sig að siðum og háttum“ í betrun-
arstofnunum. Þeir hinir sömu leika
hlutverk sín í þeim hræsnisleik af
fyllstu alvöru og leggja sig fram í
því efni. í flestum betrunarskólum
er í rauninni engin áherzla lögð á
að leysa vandamái barnanna eða
unglinganna eða að hjálpa þeim til
þess að hverfa aftur til samfélags-
ins sem nytsamir borgarar þess.
Þess í stað er fylgzt með því, hvort
barnið eða unglingurinn „semja“
sig að lífsháttum stofnunarinnar,
hverjir sem þeir eru. Geðlæknirinn
dr. Earl S. Patterson útskýrir hér
á eftir, hvernig þetta gerist í
Drengjaskóla Connecticutfylkis:
„Það er búizt við því af drengj-
um, sem í skólann eru settir, að þeir
semji sig í mjög ríkum mæli að
öllum lífsháttum stofnunarinnar.
Dragi einhver drengur slíkt á lang-
inn, mun hann beittur alls konar
refsingum, sem þyngjast stöðugt.
Hann er látinn sitja eftir í bekkj-
um (þar er um launakerfi að
ræða), hann er beittur líkamlegri
refsingu af ýmsu tagi eða hann er
lokaður inni í einangrunarklefa.
Láti hann það þá stöðugt undir höf-
uð leggjast að semja sig að siðum
og lífsháttum stofnunarinnar, er
hann settur í stöðuga einangrun og
að lokum sendur til einhverrar
annarrar stofnunar. En þeir dreng-
ir, sem semja sig að siðum og lífs-
háttum stofnunarinnar, fá brátt þau
ummæli, að þeir hafi breytzt tii
batnaðar, þeir hafi tekið framförum
og sýnt aðlögunarhæfni.“
Það skiptir ekki nokkru máli,
hvort þessi aðlögun getur á nokkurn
hátt hjálpað börnunum og ung-
lingunum til þess að halda velli og
komast „lífs af“ í þess orðs fyllstu
merkingu á strætrun Harlem í New
Yorkborg, Vesturbæjarins í Chi-
cago eða í lélegum hverfum smá-
bæja úti á landsbyggðinni.
Oliver J. Keller, forstöðumaðui’
Æskulýðsþjónustudeildar Florida-
fylkis, kveður upp eftirfarandi dóm
um allt þetta kerfi: „Barnið er sent
aftur út á strætin að lokinni dvöl á
betrunarstofnuninni, án þess að
nokkurt af fjölskylduvandamálum
þess hafi verið leyst. Og það hefur
forherzt í afstöðu sinni til afbrota
og glæpa.“
VANDRÆÐAÁSTAND
UNGLINGADÓMSTÓLANNA
Það er kaldhæðnislegt, að það
skuli einmitt vera hið lögfræðilega
kerfi Bandaríkjanna, sem tryggir
að miklu leyti áframhald hinnar
hneykslanlegu meðferðar nauð-
staddra barna og unglinga. Ung-
lingadómstólar voru fyrst stofnað-
ir fyrir um öld til þess að forða
börnum og unglingum frá venju-
legum sakamáladómstólum, sem
fjölluðu um afbrot fullorðinna. En
rannsókn mín gefur til kynna, að
margir forhertir glæpamenn fái
betri meðhöndlun fyrir dómstólun-
um en börn og unglingar.
í Suður-Karólínufylki hafa börn