Úrval - 01.11.1970, Side 102

Úrval - 01.11.1970, Side 102
100 TJRVAL stundum verið send í betrunarskóla án vitundar foreldranna. Embættis- menn skýrðu mér frá því, að stund- um væri barn hirt að kvöld- eða næturlagi, því síðan stungið í fang- elsi og það svo dregið fyrir undir- dómara snemma næsta morguns og síðan flutt handjárnað í betrunar- skóla fyrir hádegi. Starfsmenn betr- unarskólans hringja svo í foreldr- ana og segja þeim, að barnið þeirra verði innilokað á skólanum næstu mánuðina. í sumum fylkjum senda dómarar börn í betrunarskóla, án þess að þau komi nokkirrn tíma fyr- ir rétt. Margir unglingadómstólar ein- kennast af óskaplegum seinagangi í afgreiðslu mála, en á meðan eru unglingarnir og börnin lokuð inni vikum eða mánuðum saman án þess að koma fyrir dómstólana. Ein or- sök vandamáls þessa er skortur á unglingadómurum. í sumum borg- um hafa dómarar réttarhöld yfir unglingum aðeins einu sinni í viku hverri. En vandamál geta skapazt, jafnvel þótt um hugsandi og tillits- sama unglingadómara sé að ræða, er vinna að slíkum málefnum ein- göngu. í fjölskyldurétti einum í Providence í Rhode Lslandfylki eru börn næstum aldrei „dæmd“ til þess að fara á betrunarskóla. Og samt er betrunarskólinn fullur! Hugmyndin, sem liggur til grundvallar starfsaðferðum fjöl- skylduréttar þessa, virðist vera þessi: Þegar barnið er sent á betr- unarstofnun sem afbrotabarn, fær það þannig á sig ævilangan stimp- il. En sé barnið aðeins „geymt“ í skólanum, þangað til rétturinn hef- ur gefið frekari fyrirskipanir í málinu, þá hlýtur barnið þannig vernd, mannorð þess er verndað, þar eða rétturinn hefur ekki lýst því yfir samkvæmt lagabókstafn- um, að barnið sé afbrotabarn. En sum börn eru „geymd“ þannig í heilt ár eða lengur. Ég komst að því daginn sem ég dvaldi í Provid- ence, að af 186 börnum, sem í betr- unarskólanum voru, höfðu aðeins 5 þeirra verið send þangað samkvæmt löglegum úrskurði réttarins. Auðvitað er einnig önnur hlið á þessu máli. í borginni Seattle skipt- ast fjórir dómarar á um að gegna störfum í unglingadómstólnum, og starfar hver þeirra í 6 mánuði sam- fleytt. Samkvæmt yfirlýsingu Mor- ells E. Sharps dómara er þetta fyr- irkomulag haft, vegna þess að „til- finningalegt og líkamlegt álag á dómarann er slíkt, að hann getur ekki afborið slíkt lengur en í 6 mánuði í einu“. Sharp dómari er í mjög miklu áliti meðal starfsbræðra sinna. Hann er ungur í anda, bráðskarpur og lætur sig örlög fólks miklu skipta. Og hann er haldinn gremju og vonleysi: „Mér finnst sem ég fái engu áorkað, þegar ég fjalla um mál þessara barna,“ segir hann þessu viðhorfi sínu til skýringar. „Upplausn á heimilum, heimili í rústum, fátækt og aðrar orsakir, sem liggja til grundvallar mörgum málum unglingadómstólsins, eru utan seilingar minnar. Ég hef þar ekkert vald. Það er því mjög lítið, sem ég fæ áorkað.“ Harvey Uhlenhopp dómari í Hampton í Iowafylki er á sama
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.