Úrval - 01.11.1970, Page 103
101
BÖRN I NAUÐUM STODD
máli. Hann hefur þetta að sggja:
„Enginn dómari, sem ég þekki,
kann vel við að fjalla um málefni
barna og unglinga. Þeim geðjast
alls ekki að slíkum störfum. Dóm-
arar hafa alls ekki tíma til þess að
verða sérfræðingar á þessu sviði. Eg
skil í rauninni ekki allt það, sem
félagsráðgjafar, sálfræðingar, geð-
iæknar og aðrir sérfræðingar hafa
að segja í þessum málum. Þessi mál
eru allt of flókin til slíks.“
BEZTI VINUR HVERS BARNS
Ein hugsanleg lausn á vanda
þessum gæti verið fólgin í því, að
gripið yrði oftar til þess að sleppa
barninu eða unglingnum við alla
refsingu til reynslu, þ.e. með viss-
um skilyrðum. Þá verður að búa
svo um hnútana, að jákvæð áhrif
slíks fyrirkomulags geti orðið sem
mest og víðtækust. Þessu fyrir-
komulagi er bezt lýst á þennan veg:
Reynt er að vinna fyrir börnin og
unglingana og koma þeim til hjálp-
ar. áður en þau eru læst inni í betr-
unarstofnunum, og þá má vonast til
þess, að barnið eða unglingurinn
þurfi aldrei að lenda í fangelsi.
Æskulýðsfulltrúi, sem starfar á
slíkum grundvelli, tekur á vissan
hátt að sér hlutverk föðurins í lífi
barns, sem beðið hefur tjón vegna
miskunnarlauss skilnaðarmáls og
undanfara þess. Hann er sá ráðgiafi,
sem reiðir og vansælir unglingar
geta leitað til og rætt við, þegar
þeir þarfnast einhvers til þess að
ræða við um vandamál sín. Hann
er eins konar prestur, sem hjálpar
barninu og unglingum á efnis-
hyggjutímum í málefnum, er snerta
siðgæði þess, án þess að prédika yf-
ir þeim.
Starf hans er fólgið í því að reyna
að hjálpa fjölskyldum, sem hafa
liðazt í sundur eða eru á góðum
vegi með að gera það, til þess að
taka upp þráðinn á nýjan leik, svo
að börnunum megi takast að halda
velli eða „að halda lífi“ í vissum
skilningi á sínum eigin heimilum
og þeim verði þannig hlíft við því
skipbroti, sem fylgt getur algerri
upplausn heimilisins. Hann sér
einnig um, að barnið njóti læknis-
hjálpar og fái tannviðgerðir eftir
þörfum. Hann sér um, að barnið
eða unglingurinn hafi sómasamleg-
an skólafatnað. Hann útvegar þeim
börnum eða unglingum einhverja
atvinnu, sem hafa stolið sér til mat-
ar eða til þess að afla sér einhverra
vasapeninga. f stuttu máli þarf
æskulýðsfulltrúi þessi að vera
ákveðinn og staðfastur ráðgjafi, en
einnig bezti vinur barnsins eða
unglingsins.
Slíkar starfsaðferðir geta sparað
skattgreiðendum milljónir dollara
á ári, þegar vel tekst til. Vel hæf-
um starfsmanni eru greidd laun
samkvæmt fyrirkomulagi þessu, er
nema frá 8000 til 15000 dollurum á
ári í þeim fylkjum, þar sem ástand-
ið er bezt. Hann getur haft umsjón
með allt að 30 börnum með góðum
árangri og veitt þeim nægilega
einstaklingsbundna hiálp, þótt þau
séu þetta mörg.
Kostnaðurinn við að loka þessi
sömu 30 börn inni í heilt ár í góðri
betrunarstofnun, sem væri fær um
að breyta þeim úr afbrotabörnum
og unglingum í nytsam þegna, gæti