Úrval - 01.11.1970, Síða 104

Úrval - 01.11.1970, Síða 104
102 ÚRVAL numið 150.000 til 250.000 dollurum. Og margir sérfræðingar álíta, að það sé ómögulegt fyrir nokkra stofnun að gera eins mikið fyrir barnið og slíkur æskulýðsstarfs- maður getur gert utan betrunar- stofnananna. Vandamálið er nú fólgið í því, að flestum slíkum starfsmönnum er í- þyngt með allt of mikilli vinnu og þeir fá of lág laun. Einnig er það vandamál, að svo fáir þeirra skuli enn gera sér grein fyrir þeirri stór- kostlegu þróun, sem nú á sér stað á þessu sviði með tilkomu þessa fyr- irkomulags. Flestir þeirra hafa ekki fengið neina sérstaka þjálfun til slíkra starfa né hafa þeir lesið þekktustu bækur um þetta betrun- ar- og afbrotavarnarkerfi. I Massachusettsfylki, þar sem var reyndar byrjað fyrst að nota kerfi þetta, hefur Albert J. Moquin til dæmis aðeins þrjá starfsmenn sér til aðstoðar til þess að vinna að yfir 400 barna- og unglingamálum í tveim borgum, þ.e. Fall River og New Bedford. „Maður reynir að hitta eins mörg barnanna og unglinganna eins oft og maður kemst yfir, en það er samt ekki mikið, sem maður fær áork- að,“ segir Moquin. „Og þið getið gizkað á, hvað gerist, þegar einhver okkar er í sumarfríi eða frá störfum af einhverjum öðrum ástæðum.“ „Það er í raun og veru ekki hægt að segja, að það sé unnið samkvæmt kerfi þessu, þegar hver starfsmaður verður að hafa eftirlit með 50, 60, 70 eða jafnvel 100 börnum og ung- lingum,“ segir George McGrath. „Maður kemst aðeins yfir skrif- stofustörfin ein. Manni gefst ekki tími til þess að starfa sem raun- verulegur ráðgjafi. Manni tekst því ekki að fá börnin og unglingana til þess að fara að sækja skólann aftur. Manni tekst ekki að útvega þeim nein störf. Góður árangur er undir því kominn, að hægt sé að veita einstaklingsbundna meðhöndlun og að starfið sé unnið af sérþjálfuðum starfsmönnum.“ Kaliforníufylki er samt dæmi um það, hversu áhrifaríkt þetta hjálp- arstarf utan betrunarstofnana get- ur verið, sé það framkvæmt á rétt- an hátt. íbúar og embættismenn fylkisins gerðust áhj'ggjufullir vegna sívaxandi fjölda barna og unglinga, sem troðið var á yfirfull- ar betrunarstofnanir fylkisins árið 1965, en þá komst tala þeirra upp í 6174. Næsta ár kom löggjafarþing fylkisins á laggirnar hjálparstarfi utan betrunarstofnananna. Sam- kvæmt því er hreppsfélögunum greitt fyrir að halda nauðstöddum börnum og unglingum frá betrun- arstofnunum en hjálpa þeim þess í stað á þann hátt, að þau geti haldið áfram að dveljast á heimilum sín- um. Eigi hreppsfélag að öðlast rétt til slíks styrks, verður það að tryggia, að hver æskulýðsstarfsmaður fjalli ekki um mál fleiri en 50 barna samtímis eða helzt færri. Yuba- hreppsfélagið er eitt þeirra, sem gerzt hafa aðiljar að þessu sam- starfi. Það réð tvo menn og eina konu til slíkra æskulýðsstarfa. Og hver þessara starfsmanna fjallar aðeins um mál 25 drengja og 5 full- orðinna hverju sinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.