Úrval - 01.11.1970, Page 105
103
BÖRN I NAUÐUM STODD
Og oft var það staðreynd, að slík-
ir starfsmenn sátu bara inni í skrif-
stofu sinni eins og skrifstofumenn
og biðu þess, að börnin og ungling-
arnir litu sem snöggvast inn til þess
að ræða við þá í nokkrar mínútur.
Samkvæmt hinni nýju hjálpar-
starfsáætlun Yubahrepps eyða
starfsmenn þessir sem minnstum
tíma í skrifstofum sínum, en sem
mestum á meðal þeirra barna, ung-
linga og fullorðinna, sem þeir eiga
að hafa eftirlit með. Áherzla er lögð
á að kenna með góðu fordæmi frem-
ur en með orðum, boðum og fyrir-
mælum.
Starfsmenn þessir hafa farið með
2—3 unglinga í einu í skíðaferðir
upp í fjöllin. Stundum fara þeir
með nokkra í veiðiferð um helgi.
Ýmislegt hefur nú komið í stað
hinna venjulegu viðtals- og ráð-
gjafarfunda, t.d. hljómleikaferð til
Sacramento eða kvöldstund við
keiluspii eða billjard. Börn og ung-
lingar eyða einnig einni viku í
sumardvalarbúðum samkvæmt
kerfi þessu.
Yfirmenn þessa hjálparstarfs í
Kaliforníu komust að því, eftir að
kerfi þetta hafði verið í fullum
gangi í þrjú ár samfleytt, að þannig
hafði 7131. börnum og unglingum
verið haldið frá betrunarskólum
fylkisins. Það hefði kostað skatt-
greiðendur 60 milljón dollara að
setja börn þessi og unglinga á betr-
unarstofnanir og láta þau ala aldur
sinn þar. En kostnaðurinn við hjálp-
arstarf þetta, sem unnið er utan
betrunarstofnananna, hefur aftur á
móti numið 29 milljónum dollara.
„ÞEIR FARA MEÐ MANN
EINS OG MANNESKJU
Bezta ráðið til þess að fá afbrota-
barn eða ungling til þess að breyta
um atferli er að bæta umhverfið,
sem olli þessu atferli, þ.e. heimilið,
hverfið, skólann og vina- og kunn-
ingjahóp barnsins eða unglingsins.
Sé ekki unnt að gera slíkt, er aðeins
ein leið fær barninu til mögulegrar
bjargar, þ.e. að reyna að veita því
þann styrk, sem það þarfnast til
þess að leysa vandamál skaðvæn-
legs umhverfis. Litlar betrunar-
stofnanir lofa góðu í því efni, en
margir sérfræðingar álíta, að þeim
geti tekizt það sem hinum venju-
legu og stóru betrunarstofnunum
fylkjanna mistekst stöðugt.
Litlir betrunarskólar eru með
mjög mismunandi sniði á hinum
ýmsu stöðum. Þar getur verið um
að ræða sumardvalarbúðir í skóg-
unum eða stórt íbúðarhús, sem
breytt hefur verið í lítið skólahús.
Líklega getur enginn skóli í Amer-
íku státað af eins fögru umhverfi og
betrunarskólinn Bergmálsdalur
(Echo Glen). Þar er um að ra|ða
búðir uppi í fjöllum um 30 milum
fyrir austan Seattle. Þar er tilbúið
stöðuvatn, fullt af silungi. Börnin
eru í smáhusum, aðeins 16 í hverju,
og eru fjórar álmur í hverju húsi. í
hverju húsi er stór arinn miðsvæð-
is. Börnin eru alltaf önnum kafin
við alls konar skapandi störf. Skól-
inn hefur ágætt bókasafn, yfir-
byggða sundlaug, kepellu og alls
konar starfsþjálfunarnámskeið.
Skólinn getur líka státað af
myndarlegum starfshóp eða 215
starfsmönnum, en nemendurnir eru