Úrval - 01.11.1970, Side 115
heimsstyrj öldinni var borgin ein
helzta flotastöð Bandamanna. En
uppgangsöld eyjarinnar hófst fyrst
með starfsemi ritsímafélaganna á
eynni. Það er ekki langur tími lið-
inn, síðan sérhvert símskeyti milli
Norður- og Suður-Ameríku annars
vegar og Evrópu hins vegar var sent
um Faial. Þá bjuggu þar hópar
Breta, Ameríkumanna, Frakka,
Þjóðverja og ítala. En nú tilheyrir
slíkt aðeins sögunni.
Mótsagnirnar eru meðal þess, sem
er mest töfrandi við Azoreyjar. Ekki
langt frá hinum þrem flugbrautum
flugvallarins á Santa Maria, þar
sem þotur koma og fara daglega,
elda konur enn mat yfir viðareldum,
baka sitt eigið brauð og bera þrúgu-
körfur á höfðinu. Á baðströndum
Gömul kirkja í Bretana á eyjunni Sao
Miguel, sem er ein af Azoreyjunum.
Azoreyja, sem huldar eru svörtum
eldfjallasandi, klæðast konur í síð-
ustu útgáfur Bikini-baðfata. Inni á
eyjunni hylja rosknar konur sig
með risavaxinni ullarslagkápu úr
svartri ull með áfastri stífri hettu,
sem styrkt er hvalbeinum. Og svo
gægjast þær öðru hverju út úr þess-
um tjöldum. Það líkist því helzt að
verið sé að gægjast út á milli
gluggatjalda. Margra alda gamlar
vindmyllur, hlaðnar úr stéini, eru
mjög víða. Á eyjunum getur líka að
líta sendihunda, sem bera körfur
um hálsinn, og kindur, sem beitt
hefur verið fyrir smávagna. Kýr og
asnar vagga um götur Santa Cruz,