Úrval - 01.11.1970, Side 117
115
Framleiðsla á wlúsky er bæði
langvarandi og flókin og stór í sniðum
hjá Johnnie Walker.
Enn í fullu fjöri
*
*
*
■A<
H
*
*
*
•>ií
*
i n kunna mynd af
Johnnie Walker stikar
stórum um heiminn í
dag. Þetta þekkta
vörumerki var teiknað
af Tom Browne árið 1908, að til-
hlutan Sir Alexander Walker, sem
var sonarsonur stofnanda John
Walker & Sons Ltd. Allir kannast
við rauða jakkann, hálsklútinn,
einglyrnið og hið ákveðna göngu-
lag. Hann er fulltrúi Skotlands í
mörgum löndum, sem fullvissar
menn um, að hinar gullnu veigar
veita enn gleðistundir á vinafund-
um. Sá litli lækur, sem fyrir 148
árum hóf ferð sína, er nú orðinn að
stóru fljóti, sem, eins og Johnnie
Walker sjálfur, er í fullu fjöri í dag.
John Walker & Sons er ekki að-
eins fyrirtæki, sem gengur vel,
heldur hefur það stækkað ört. Til
þess að geta fullnægt hinni mjög
svo vaxandi eftirspurn, þá hefur
félagið á seinustu árum aukið mikið
afkastagetu sína með byggingu á
stærra húsnæði með nýjum og full-
komnum vélum og tækjum. (Þess-
um nýbyggingum skulum við nú
kynnast svolítið).
Stofnandi fyrirtækisins var John
Walker, sem var af bændafólki
kominn úr Ayr-sýslu í Skotlandi.
Árið 1820 stofnaði hann litla verzl-
un í borginni Kilmarnok, og frá
þessari litlu verzlun hefur vaxið
það fyrirtæki, sem hefur selt meira
skozkt whisky, en nokkuð annað
meiri háttar fyrirtæki í Ayr-sýslu,
og er það með útflutningi sínum
eitt stærsta gjaldeyrisskapandi fyr-
irtæki landsins.
Kilmarnock hefur alltaf verið
heimabær John Walker. Fyrst voru
þeir til húsa í Strandgötu og Croft-
götu, en fljótlega varð of þröngt
þar vegna aukinnar eftirspurnar.
Stærra athafnasvæði var fengið í
Hillstræti, og 1956 voru þar byggð
hús fyrir blöndun, átöppun, tunnu-
gerð, svo og mikið vörugeymslu-
hús. Þessar framkvæmdir juku af-
kastagetu fyrirtækisins um 400%.
En ekki voru liðin nema sex ár,
þegar þetta nýja athafnasvæði í
Hillstræti var orðið of lítið, og nú