Úrval - 01.11.1970, Side 122

Úrval - 01.11.1970, Side 122
120 ÚRVAL ellina og gamalmennin, er sú út- breidda trú að nú hafi.flest gamalt fólk losnað úr tengslum við fjöl- skyldu sína og ættingja. Staðreynd: yfir 70% af rosknum og gömlum Bandaríkjamönnum búa hjá sínum eigin ættingjum, og næstum tveir þriðju hlutar þeirra, sem börn eiga, hitta að minnsta kosti eitt barna sinna daglega. Færri en þrjú gamal- menni af tíu búa ein sín liðs eða hjá vandalausum. Bábilja: Geysilegur fjöldi gamals fólks dregur fram lífið á hælum og eyðir þar gleðivana og ófrjóu ævi- kvöldi. Staðreynd: aðeins tæp 4% dvelja á hælum og öðrum stofnun- um og aðeins 1% er í fylkisgeð- veikrahælum. Af þeirn sem í sjúkra- húsum eru, kom yfir helmingur þeirra þangað þegar á unga aldri. Þetta fólk var ekki sent þangað .vegna ellihrumleika og elliafglapa, heldur hefur það búið þar frá unga aldri... Það hefur orðið gamalt þar. Bábilja: Hæfileikar og afköst ná hámarki hjá fólki á unga aldri, en svo hrakar þessu öllu hratt. Stað- reynd: Þessi kenning er að miklu leyti grundvölluð á æviferli manna, sem hafa afrekað mjög miklu hér í lífi, og voru margir þeirra reyndar uppi á þeim tímum, er meðalævi manna var enn stutt. Afköst á sviði alls konar sköpunarstarfsemi halda áfram að vera mikil á efri árum manna, einkum á sviði stærðfræði, uppfinningastarfsemi, grasafræði og húmaniskra fræða. Hvað stjórnmál- in snertir, aukast hæfileikarnir oft- ast með aldrinum. Og á sviði af- stæðrar hugsunar, svo sem heim- speki og rökfræði, ná hæfileikarnir og afköstin hámarki einhvers stað- ar á milli 45 og 83 ára aldurs. Hrörnandi andleg geta er ekki óhjá- kvæmlegur fylgifiskur ellinnar. Það er einnig lítið, sem styður þá skyldu skoðun, að það sé erfitt að kenna gömlum hundi að sitja rétt eða jafnvel að koma í veg fyrir, að hann gleymi því sem hann hefur. þegar lært. Eldra fólki gengur vel í gáfnaprófum, og það kemur einnig' fram, að því gengur jafnvel vel að læra nýjar aðferðir og ný vinnu- brögð. Ein rannsókn bendir til þess, að munurinn, sem kemur fram í slíkum mælingum og prófunum andlegrar getu, standi t.d. í beinu sambandi við þá staðreynd, að |mgri kynslóðin er vanari slíkum mæl- ingum og prófunum. Aðgerðaleysi og framtaksleysi gamals fólks er einnig goðsögn. Rannsóknir sýna, að fólk, sem er komið yfir sextugt, eyðir miklu minni tíma í þær skemmtanir, þar sem fólk er aðeins óvirkir þátttak- endur, svo sem við að hlusta á út- varp eða horfa á sjónvarp, en fólk á þrítugsaldri gerir. Önnur röng skoðun er sú, að gamalt fólk sé sí- óánægt eða geðstirt. Sumar rann- sóknir benda til þess, að gamalt fólk eigi þó að minnsta kosti eitt sam- eiginlegt ungu fólki. Báðir þessir aldursflokkar virðast yfirleitt ham- ingjusámari og ánægðari með sjálfa sig og lífshætti sína en þeir, sem miðaldra eru og gera mikið að því að velta vöngum yfir slíkum hlut- um, þ.e. eru oft efablandnir í því efni. Það er þýðingarmikið að losna við hinar rótgrónu bábiljur um ellina,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.