Úrval - 01.11.1970, Blaðsíða 126
SLUÐURSUGUR
Eftir Nina Wilcox Putnam.
*****rfurðU
*r—i*
I H *
*
*****
heyrt nýjasta
nýtt?“
,Elskan mín, bíddu
bara þangað til þú
heyrir..
Þessar setningar og
aðrar slíkar, eiga það víst, að vekja
hvarvetna almenna athygli. Einhver
sögusögnin er í uppsiglingu, og flest
okkar leggja við hlustir í ákefð, ef
við erum mannleg.
En hvað eru þær eiginlega, þessar
sögusagnir (gossip), nánar tiltekið?
Mr. Noah Webster segir, að „gos-
sip“ þýði „marklaust hjal“, eða „að
segja marklausar sögur um aðra“.
En hann bætir því við, að áður fyrr
hafi þetta orð þýtt „ábyrgðarmaður,
nágranni eða vinur“. Síðastliðin tvö
ár hef ég athugað gaumgæfilega
báðar þessar útleggingar og komizt
að merkilegum niðurstöðum.
Þegar við fluttum til litlu borgar-
innar, sem við nú eigum heima í,
vorum við flestum ókunnug hér. Við
höfðum lítinn áhuga á samkvæmis-
lífinu. Við spilum ekki bridds og
höfum þann undarlega vana, að
heimsækja aðeins þá fáu, sem við
getum með sanni kallað vini, fólk,
sem við erum tengd böndum sam-
úðar, skilnings og gagnkvæmrar
hjálpsemi. Og í því efni nægir starf
okkar, hús, garður, hundur eða
köttur.
Þá teygði armur sögusagnanna sig
skyndilega inn fyrir heimili okkar.
Vinur okkar einn kom til okkar ná-
fölur og í mikilli geðshræringu.
Ógeðsleg og algerlega upplogin saga
var komin á kreik um okkur. Sagan
var í sjálfu sér ómerkileg og nægir
að geta þess, að hún snerist ekki um
neitt ósiðlegt.
Við urðum svo fokreið, að minnstu
munaði að við gripum til ofbeldis-
aðgerða.
Það var auðvelt að rekja slóðina
til upphafsmannsins. Einnig hefði
verið auðvelt að fá hann dómfelldan