Úrval - 01.09.1971, Page 80

Úrval - 01.09.1971, Page 80
78 URVAL verður eins og oftar þegar fjallað er um trú og töfra að gera ráð fyrir margvíslegum millistigum og bland- formum. En hver sem svo tilgang- urinn var, þá skipti miklu að farið væri nákvæmlega eftir fyrirskipuð- um siðum og fornum venjum. Væri út af brugðið var hættan alltaf yfir- vofandi, og þá mátti einu gilda hvort menn vilja skýra það svo að sá dauði hafi lent í hrakningum ann- ars heims og/eða vilja hefna rækt- arleysis, ellegar að afturgangan hafi verið óhjákvæmileg afleiðing þess að töfrabrögðin, binding hins dauða, hafi ekki farið fram á réttan hátt. Sjálfsagt hafa menn oftast gert ráð fyrir hvort tveggja í senn, enda eru skýringarnar vel samrýmanlegar sé betur að gáð. Trúlega hefur þó ótt- inn við afturgöngur oft mátt sín meira, og er eðlilegast að skýra á þann hátt ýmsar siðvenjur og kredd- ur sem getið er um bæði í fornsög- um og þjóðsögum síðari alda. Af ótta við afturgöngur stafar t. d. sá siður að bera lík ekki út um venjulegar bæjardyr, heldur sér- stakar líkdyr eða op á veggnum sem síðan er fyllt upp í. Um þetta er getið í Egils sögu og er bersýnilega gert til að villa um fyrir þeim dauða, ef hann skyldi ganga aftur. Svipaðan tilgang hefur haft siður sem tíðkaðist í Grímsey fram á síð- ustu öld, en þar var líkum snúið þrjá hringi sólarsinnis fyrir kirkju- dyrum, þegar þau voru borin úr kirkju. Er til sögn um að þessi sið- ur hafi lagzt af í prestskapartíð séra Páls Tómassonar er þar var prest- ur 1828—35. Var það með þeim hætti að eitt sinn við jarðarför greindi líkmenn á um, hve marga hringi þeir væru búnir að snúa lík- inu; sögðu sumir að þrír væru bún- ir, en aðrir ekki nema tveir. Gall þá við í Tómasi á Borgum, kunnum orðhák þar í eynni: „Snúið honum einn til, piltar; aldrei verður honum ofsnúið." — Þá skömmuðust Gríms- eyingar sín fyrir hjátrúna, segir sag- an. Þá var hægt að gera ráðstafanir á sjálfu líkinu til að koma í veg fyrir afturgöngu. Margir telja að líkbruni sé til kominn af þessum sökum. Það er þó hæpið að sú skýring sé rétt hvað upprunann snertir, en hitt er vitað að oft þótti gefast vel gegn draugum að brenna skrokkinn, eins og gert var við Gvend Loka. Al- gengt var líka að lík væru afhöfðuð og höfuðið lagt við þjóin, og mun það hafa verið gert til þess að ekki greri saman aftur. Þá var líka hægt að negla líkið með staur við kist- una eða festa það í jörð niður, og einnig mátti reka nagla í iljar þess eða strá hrísi á braut þess. Allir þessir siðir virðast benda til þess að afturgangan hafi verið álitin vera á ferli í skrokknum, ver- ið lifandi lík, en ekki sálarvera. Margar sagnir benda og í sömu átt, t. d. fjölmargar frásagnir um haug- búa og viðureign lifandi manna við þá; Glámur Grettissögu sver sig mjög í þessa ætt, sömuleiðis Þór- ólfur bægifótur og ýmsir draugar yngri þjóðsagna. Þegar sá frægi draugur Höfðabrekku-Jóka sást síð- ast var sagt að hún væri gengin upp að knjám fyrir elli sakir, og hefur það oft verið tekið sem dæmi um, hve líkamlegir margir draugar voru.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.