Úrval - 01.12.1973, Page 30
28
ÚRVAL
lendingi, sem á ekki slíkri tillit-
semi að venjast.
Undir stormasömu Tsugaru-sund-
inu, sem aðskilur Honsu, stærstu
eyju Japans og Hokkaido-eyju, er
fjölmennur hópur manna að grafa
jarðgöng í gegnum einhvern erfið-
asta klettajarðveg veraldar, hin
rúmlega 50 km löngu Seikan-jarð-
göng, lengstu jarðgöng veraldar.
Árið 1979 munu járnbrautir JNR
geysast undir hafsbotni og stytta
hina 16% klukkustunda ferjujárn-
brautarleið frá Tokyo til Sapporo,
aðalborgar Hokkaido, niður í minna
en sex klukkustundir. í tæknirann-
sóknarstöð JNR, nærri Tokyo, stýr-
ir verkfræðingur fílabeinshvítum
og rauðum járnbrautarvagni eftir
tilraunateinum. Segulmögnuð orka
heldur dropalöguðum framtíðar-
legum vagninum 10 sm fyrir ofan
teinana.
Kringum árið 1985 ættu slíkar,
því sem næst hljóðlausar, drauma-
járnbrautarlestir að vera komnar í
gagnið, á um 500 km hraða á
klukkustund.
Edwin O Reichauer fyrrverandi
ambassador Bandaríkjanna í Japan
hefur kallað JNR „annríkustu og
kannski nákvæmustu járnbraut
veraldar", það yrði allavega erfitt
að keppa við þá um titilinn. Á síð-
astliðnum 10 árum hefur hið fræga
hraðlestar-járnbrautarnet, sem ver
ið er að fullkomna víðs vegar í
Japan, Seikan-jarðgöngin og núna
,,flot-járnbrautin“, skipað Japan í
fararbrodd járnbrautartækninnar.
„Ef járnbrautir verða áfram ein af
aðalsamgönguæðum næstu aldar,
sem ég trúi að verði, mun það
verða vegna brautryðjendastarfs
Japana á áratugnum 1960—70 að
þakka,“ segir John Lewett aðalrit-
stjóri International Railway Jour-
nal.
Það kemur engum á óvart, að
Japan er sennilega mesta járn-
brautarþjóð veraldar. Árlega fer
hver Japani að meðaltali 170 ferð-
ir með járnbraut. Á hverjum degi
fara járnbrautir Japans samanlagt,
sem svarar 80 sinnum umhverfis
jörðina. Á sumum svæðum eru 700
ferðir farnar daglega, nærri þrisv-
ar sinnum meðaltal annarra staða
í heiminum. Þrátt fvrir svo gífur-
lega notkun, eru járnbrautirnar
reknar með tapi. JNR, sem hélt upp
á 100 ára afmæli sitt á síðastliðnu
ári, hefur nú safnað halla að upp-
hæð 252 milliarða kr. Einhverjar
þjóðir mundu telja slíkan halla
óbærilegan og lýsa járnbrautirnar
gjaldþrota. Japanir, á hinn bóginn,
telja sig ekki eiga neina völ, ef
þeir ætla að halda gangandi hinni
miklu þjóðarframleiðslu. „Járn-
brautirnar eru iafnt hagsýslutæki
sem flutningakerfi,“ segir forsæt-
isráðherra þeirra. Kakuei Tanaka.
„Þær eru ómissandi forsenda til
staðsetningar iðnaðarins og til
dreifingar íbúanna frá yfirfullum
fcorgum okkar.“
Loftárásir lögðu járnbrautakerfi
Japans í rúst á árum seinni heims-
styrjaldarinnar. Snemma á ára-
tugnum 1950—60 tókst þeim að
nýju að halda uppi nærri fullnæ>ii-
andi þjónustu víðast hvar í landinu.
Á leiðinni Tokyo—Osaka fhinni
svokölluðu Tokaido-línu), þar sem