Úrval - 01.12.1973, Síða 32
30
ÚRVAL
jarðlagi, sem þekkt er undir nafn-
inu „harði græni kletturinn . Jarð
fræðingar JRCPC héldu því fram,
að jafnvel þótt sundið breytti sér,
væru stórvægileg hrun í þessu jarð
lagi mjög ólíkleg. ,,í miklum jarð-
skjálfta yrðu jarðgöngin kannski
öruggasti staðurinn," segir Shiro
Ishida jarðfræðingur Kyoto-há-
skólans.
63.8 milljarða Seikan-áætlunin
hófst árið 1971, ekki ein jarðgöng,
heldur þrjú — stjórnunargöng (sem
fyrst var hafin bygging á, en síðar
mun notuð til framræslu), þjón-
ustugöng (fyrir framræslu, loftræst
ingu, rafkerfi og tækjageymslu) og
aðalgöngin. Þegar þessu verður lok-
ið, mun öll samstæðan, með hliðar-
göngum, verða um 160 km löng, 90
m undir sjávarbotni.
En Seikan-göngin munu aðeins
leysa eitt af samgönguvandamálum
Japans. Tölvurannsóknir á mann-
fjölgun og fjölda verksmiðja á To-
kyo—Osaka svæðinu sýndu, að
jafnvel Tokaido-hraðlestirnar
mundu ekki geta annað hinum
gífurlegu samgöngum svæðisins.
„Um það bil % af 107 milljón íbú-
um okkar og 70% af verksmiðjum
eru á þessu svæði Japans,“ útskýr-
ir Yoshihiro Kyotani varafram-
kvæmdastjóri tæknideildar JNR.
„Við höfum reiknað út, að um 1985
verða jafnvel hraðlestirnar yfir-
fullar, verði ekki eitthvað að gert.“
HJÓLIN KVÖDD
Hvað er hægt að gera? Annað
hraðlesta-net var augljós lausn. En
Japanir voru í vaxandi mæli farn-
ir að gera sér grein fyrir náttúru-
spjöllunum, sem unnin voru í nafni
framleiðsluaukningar og hávaði
hraðlestanna — sums staðar jafn-
mikill og lágfleygar flugvélar —
útilokuðu byggingu annars hrað-
lestakerfis. Hraðskreiðustu járn-
brautir nútímans dugðu ekki held-
ur, jafnvel endurbættar gerðir,
urðu samkvæmt rannsóknum, of
hægfara. Rannsóknir leiddu í ljós,
að svo lengi sem hjól yrðu notuð
undir járnbrautavagna, mundi
hraði þeirra takmarkast við rúm-
lega 300 km á klukkustund. Yfir
þeim hraða leitast hjólalest við að
renna stjórnlaust til.
Smátt og smátt urðu sérfræðing-
ar JNR sannfærðir um, að mikil-
vægt skref í sögu járnbrautanna,
yrði að taka — afnám hjólanna.
Ein leið í þessa át.t var að byggja
„hover járnbraut“ (vagna er svifu
á loftpúðum), en vélarnar og
hverflarnir, sem nauðsynlegir voru
til að knýja slíka braut, mundu
jafnvel verða enn háværari en
hraðlestirnar. Enn alvarlegra var
þó fjallalandslag Japans, þar sem
lestir þurfa að fara í gegnum sam-
tals 1400 km af jarðgöngum. f
mörgum þessara gangna mundi ein
faldlega ekki vera nægilegt loft til
að fæða „hover-járnbraut“. Aðeins
ein leið, til að lyfta lestunum var
eftir, leið sem margir verkfræð-
ingar höfðu velt fyrir sér fræði-
lega, en ekki þorað að reyna í
framkvæmd.
Eins og flest skólabörn vita,
hrinda sampóla segulstál frá sér.
Gerum ráð fyrir að hleypt væri,
við skulum 'segja, jákvæðum
straum á járnbrautarteina og vagn-