Úrval - 01.11.1975, Qupperneq 4
2
ÚRVAI,
Eiginmaðurinn skrapp út með strák-
unum eitt kvöld, og fyrr en hann varði
hrökk hann upp við, að það var kom-
inn morgunn. Hann þorði ekki beint
að fara heim eða gefa sig fram við
frúna, sem vafalaust myndi nú vera
orðin æfareið. En loks datt honum
ráð í hug. Hann hringdi í númerið
heima, og þegar konan kom í sím-
ann, hrópaði hann: „Ekki borga lausn-
argjaldið, elskan, ég er sloppinn!"
Sunshine Magazine.
Tflr
Konan hafði gefið í skyn nolckuð
lengi, að hana langaði í loðfeld. Loks
lét eiginmaðurinn undan og keypti
henni minkafelt. Hún varð auðvitað
yfir sig glöð, en í miðjum fögnuðin-
um datt henni nokkuð í hug: ,,Ég
elska þennan feld, en ég get ekki var-
ist því að finna til með dýrinu, sem
var flegið svo ég gæti eignast hann.“
„Pakka samúðina, elskan,“ svaraði
bóndinn. Nuggets.
Pað var í næturklúbbi í borg,einni
austan járntjalds, að töframaður lét
aðstoðarstúlku sína leggjast aftur á bak
á þrjá stöpla, einn undir höfði, annan
undir rassi og þann þriðja undir fót-
um. Síðan laut hann yfir stúlkuna og
hvíslaði einhverju að henni. Að því
búnu tók hann miðstöpulinn undan
henni, þá þann undan fótunum. Nú
hafði stúlkan engan stuðning annan
en þann af stöplinum, sem hún hafði
höfuðið á, en samt var hún enn í
sömu, láréttu stellingunni.
„Hvernig fer hún að þessu?“ spurði
bandarískur ferðamaður upphátt, raun-
ar á sínu eigin máli. „Hverju hvíslaði
hann að henni?“ En einn þjónanna,
sem þarna var nærri, laut að banda-
ríkjamanninum og hvíslaði í eyra hans,
á bjagaðri ensku: „Hann sagði að ef
hún lægi svona, skyldi hún fá vega-
bréf og leyfi til að fara úr landi strax
á morgun.“
V.K.