Úrval - 01.11.1975, Page 6
Shinjuku-verslunarmiðstöðin sýnir hvernig hin snjalla hugmynd borgar sig. Fró
iðandi ofanjarðartorginu liggja brýr í iður jarðar.
jafnsléttu hafa háhýsi þotið upp eins
og fíflar í túni. En athyglisverðasta
nýjungin er hin víðáttumikla neðan-
jarðarborg, sem dafnar prýðilega 200
fet undir yfirborðinu.
Ég kynntist þessari neðanjarðar-
borg af hálfgerðri tilviljun. Ég hafði
sagt bílstjóra nafnið á verslun, sem ég
var að leita að og hann staðnæmdist
á stóru torgi þar sem tröppur virtust
liggja niður til neðanjarðarbrautar.
Hann benti mér á tröppurnar með
miklu handapati, og loks skildi ég
hann. Verslunin sem ég leitaði að var
neðatijarðar.
Tröppurnar lágu niður að bílastæði,
sem var fullt af bílum, en þaðan lágu
aðrar tröppur niður í hina furðulegu
undirheima Tókíóborgar. Par bar margt
fyrir augu. Parna voru langar götur
með verslunum og veitingastöðum
beggja vegna, og lýsingunni var þann-
ig háttað, að alls staðar var bjart eins
og um hádag. Mörg þúsund búðar-
gluggar, fagurlega skreyttir, minntu
mann á stórborgir Vesturlanda, og víða
sáust spjöld sem gáfu til kynna, að
töluð væri enska eða franska. En
furðulegast af öllu var þó að sjá tug-
þúsundir manna æða þarna fram og