Úrval - 01.11.1975, Side 14

Úrval - 01.11.1975, Side 14
12 Ef til vill var eyðileggingin að sumu leyti óumflýjanleg. Borgin Brisbane stendur á bökkum samnefndrar ár, en þar er flatneskja mikil og sífelld flóða- hætta. Á undanförnum áratugum hef- ur margt verið gert til að verjast flóð- unurn, en oft hefur litlu munað að illa færi. Pegar þess er gætt að þarna ríkir hitabeltisloftslag með skyndileg- um og óútreiknanlegum veðrabrigð- um, er ekki að furða þótt menn hafi löngum óttast að borgin gæti þá og þegar orðið eyðileggingu að bráð. Fellibylnum 24. janúar fylgdi gífur- leg úrkorna og brátt tók vatnsborð fljótsins að hækka, en menn voru ýmsu vanir og gerðu sér ekki grein fyrir hættunni. Tony Hancock var undantekning; honum fór ekki að lít- ast á blikuna þegar ólgandi straum- iðan nálgaðist hús hans óðfluga. Skömmu eftir miðnætti yfirgaf hann heimili sitt ásamt konu og þrem börn- um, og rétt á eftir hvarf húsið í vatns- elginn. Annar maður, Noel Stanawav, varð einnig fljótt var við að mikil hætta var á ferðum. Hann svaf um borð í vélbát sínum, sem lá við festar í kvísl einni um fimm kílómetra frá miðborg- inni. Hann vaknaði skyndilega við það að báturinn fór að velta ískyggilega á legunni. Hann flýtti sér upp á hafnar- bakkann til þess að athuga hvað um væri að vera. í næstu andrá sá hann ógurlega flóðbylgju koma æðandi nið- ur kvíslina með óskaplegum hávaða. Hjón úr öðrum bát sluppu naumlega í land áður en flóðið reif hann með ÚRVAL sér. Sá bátur fannst seinna 13 kíló- metrum neðar á fljótinu. Tveim dögum seinna var Brisbane- borg eins og eyjaklasi yfir að líta. Tuttugu úthverfi urðu rafmagnslaus, og þar sem símakerfið var víða lam- að, reyndu menn að halda uppi sam- bandi við umheiminn með talstöðv- um bifreiða. Pegar flóðið náði hámarki var Bris- banefljót ægileg sjón. Pað sem áður hafði verið 90 metra breið á, hafði á skammri stundu breyst í átta kíló- metra breiðan vatnsflaum, sem koll- varpaði og reif með sér allt sem í vegi varð — tré, bíla, hús og brýr. Stofnanir borgarinnar brugðust skjótt við til hjálpar. Yfirmaður ríkis- lögreglunnar og menn hans unnu hvíldarlaust næstu 60 klukkustund- irnar til þess að bjarga því sem bjarg- að varð og koma í veg fyrir enn hörmu- legri atburði. Lögreglumönnunum tókst að bjarga lífi fjölda fólks af þökum umflotinna húsa og frá öðrum þeim stöðum þar sem það var í sjálfheldu. Á einum stað í borginni laskaði flóðið gasgeyma verksmiðju einnar og banvænt klórgasið barst í áttina að gistihúsi, sem var umflotið vatni. Pað var snarræði lögreglumanns að þakka að þarna fór betur en á horfðist. Hann gerði sér ljóst, að gasið er þungt og sígur til jarðar, og því lét hann flytja fólkið í gistihúsinu upp á efstu hæð- ina þar sem það beið óhult þar til gasið var horfið. Herinn tók einnig mikinn þátt í björgunaraðgerðum. Hermenn voru
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.