Úrval - 01.11.1975, Side 16
14
ÚRVAL
takafélag eitt lánaði ókeypis þunga-
vinnuvélar til þess aS leggja bráða-
birgðavegi í stað þeirra, sem eyðilagst
höfðu í flóðunum. Og svona mætti
lengi telja.
En mannkostir Brisbanebúa kornu
þó best í ljós þegar flóðið tók að
sjatna og hin stórskemmdu hús og
mannvirki komu upp úr vatnsyfirborð-
inu. Menn flykktust að til þess að
hjálpa náunganum við að hreinsa leðj-
una úr íbúðunum, gera við skemmdir
og endurreisa, og engum datt í hug
að krefjast greiðslu fyrir aðstoðina.
En hjálpin barst víðar að en frá
borgarbúum einum. Borgarstjóri Bris-
bane brá sér í söfnunarleiðangur um
landið og varð vel ágengt. Sjálfboða-
liðar hvaðanæva að hópuðust til borg-
arinnar til aðstoðar og bændur gáfu
mikið magn af ávöxtum.
En það var lítið hægt að gera til að
lækna hina andlegu áverka sem flóðið
hafði valdið. Maður, sem hafði misst
hús sitt og flestar eigur í flóðinu,
sagði: ,,Pað er hægt að lýsa flóði og
sjá skemmdir á húsi, en það er erfitt
að gera sér grein fyrir hinu andlega
áfalli, sem fólk verður fyrir, þegar það
er allt í einu svipt heimili sínu og
öllu, sem því er tengt. Fyrir mörg
okkar á það langt í land að við getum
farið að lifa eðlilegu lífi.“
En náttúruhamfarirnar höfðu líka
sína jákvæðu hlið, ef svo mætti segja
— íbúar Brisbane lærðu að þekkja
sjálfa sig í raun. í útborginni Fair-
field heyrðu björgunarmenn blinda,
áttræða konu tauta fyrir munni sér:
„Það eru komnir vinir til að hjálpa
mér. Gott fólk er komið til hjálpar."
Og það voru engar ýkjur — þetta
var sannarlega gott fólk. Það kom sem
sé í ljós, að bak við þurrt og kalt við-
mót borgarbúans við eðlilegar aðstæð-
ur, bjó takmarkalaus góðvild og hjálp-
semi, þegar í harðbakkann sló.
☆
Við hjónin fylgdumst með brúðkaupi í Nevada, þar sem brúðhjónin
höfðu sitt hvora trú. Mótmælendaprestur og annar kaþólskur fóru yfir
venjuleg formsatriði, áður en þeir samhljóða lýstu þau eiginmann og
eiginkonu. Eftir athöfnina heyrðum við á tal eins gestsins, þegar hann
var að óska föður brúðarinnar til hamingju. „Þetta er stórkostlegt,"
sagði hann, „þetta hefði ekki getað gerst fyrir fimmtíu árum!“
„Nei,“ svaraði faðirinn, „trúarbrögðin eru ekki eins ströng núna.“
„Trúarbrögðin! Hver er að tala um þau? Ég á við að dóttir naut-
gripabóndans hefði ekki getað gifst syni fjárbóndans.“
R.P.