Úrval - 01.11.1975, Síða 21
19
Sovéskir krabbameinssérfræðingar telja, að lækna megi
flestar tegundir krabbameins, ef meðhöndlun hefst
nógu snemma. I Sovétríkjunum einum, hefur um það bil
ein og hálf milljón manna hlotið lækningu.
Krabbamein -
vonbrigði og vonir
ELEONORA GORBÚNOVA
vKvKvlcíKíÍí vorum dögum er ekki
*
A
vfc til sá sjúkdómur, sem
’<j)" vekur eins mikinn ótta og
jp._____krabbamein. Margir telja,
vÍivNvÍr/Xvii' að sjúkdómsgreiningin
„illkynja æxli“ sé dauðadómur, ógæfa,
sem ekki verður umflúin.
Krabbameinssjúklingum fjölgar og
óttatilfinningin gagnvart sjúkdómnum
eykst. Hver eru vopn læknisfræðinnar
í baráttunni við þennan sjúkdóm?
Læknar nú á dögum ráða yfir þrem
aðferðum. Sú elsta og langmest notaða
er uppskurðaraðferðin. Æxli voru fjar-
lægð þegar fyrir einni öld, en það er
aðeins á síðustu áratugum, sem hægt
hefur verið að gera uppskurði í stór-
um stíl vegna framfara á sviði blóð-
gjafa, deyfingar og tækni.
Pegar krabbamein er skorið burt,
verður skurðlæknirinn ekki aðeins að
skera burt æxlið, heldur einnig gæta
þess að dreifa ekki frumum úr æxlinu,
sem geta valdið nýju krabbameini, verði
þær eftir í líkamanum.
77.5% krabbameinssjúklinga ganga
undir skurðaðgerðir í dag. Af þeim
hljóta 50% bót eftir uppskurðinn.
Geislalækningar hafa verið notaðar í
rúmlega 60 ár, en möguleikarnir á nýt-
ingu þeirra hafa aukist mikið á undan-
förnum tveim áratugum vegna fram-