Úrval - 01.11.1975, Side 22
ÚRVAL
20
fara á sviði eðlisfræði og geislalíffræði.
Geislalækningar hafa það fram yfir
skurðlækningar, að hinir orkumiklu
geislar geta komist fyrir sjúkdóminn
á stöðum, þar sem hnífur skurðlækn-
isins nær ekki og er í fjórða hverju
tilfelli eina lækningavon sjúklingsins.
En samt er aðferðin takmörkuð að
sumu leyti. Geislarnir hafa ekki aðeins
áhrif á veika vefinn, heldur einnig
þann heilbrigða, einkum á blóðkorn-
in og merginn. Geislalíffræðingar eiga
tvö verkefni fyrir höndum: Peir þurfa
að gera geislana áhrifaríkari, en jafn-
framt minnka áhrif þeirra á hina
hraustu hluta líkamans.
Pað eru ekki eingöngu geislalækn-
ingarnar, sem eru komnar undir lausn
þessa verkefnis, heldur einnig þriðja
læknisaðferðin, sem er jafnframt sú
yngsta.
Fyrir aldarfjórðungi hefðu líklega
fáir læknar trúað því, að hægt væri
að berjast gegn krabbameini með lvfj-
um og sprautum. Nú hafa krabba-
meinssérfræðingar yfir að ráða 60 lyfja-
tegundum, sem hafa áhrif á illkynja
æxli. 1 Sovétríkjunum hafa verið fund-
in upp lyfin dópan, sarkolizin, olivo-
minstin og ftorofúr. Sovéskir læknar
nota lyfið rúbómitsan með góðum ár-
angri. Pað hefur ekki aðeins gefið
konum lífið, heldur einnig varðveitt
möguleika þeirra á að eignast börn.
Pað eru ekki eingöngu sérfræðingar
á krabbameinsstofnunum, sem vinna
að uppfinningu nýrra áhrifaríkra lyfja,
heldur einnig sérfræðingar á ýmsum
rannsóknastofum, sem starfa innan
Læknavísindaakademíu Sovétríkjanna.
Krabbameinsrannsóknir fara fram í 20
krabbameinsleitarstöðvum, skurðlækna-
stofnunum á sviði efnafræði, lífeðlis-
fræði, lífefnafræði, veirufræði o. fl.
Pað verður sennilega aldrei fundið
upp eitt allsherjarlyf gegn krabba-
meini. Krabbamein er safnheiti, sem
felur í sér nokkrar tegundir sjúkdóms.
Hver tegund þarfnast sérstaks l.yfs.
Hvaða aðferð verður notuð á morg-
un? Pví geta hvorki sovéskir né
aðrir krabbameinssérfræðingar svarað.
Peir vonast til þess, að fundin verði
upp ný efni, sem hafa áhrif á æxli,
sterkari en þau lyf, sem til eru. Sov-
éskir vísindamenn rannsaka með góð-
um árangri áhrif laser-geisla á lílcama
sjúklingsins við lágt og hátt hitastig.
Sé litið raunhæft á málin er ljóst,
að skurðlækningarnar verða enn um
langan aldur aðalaðferðin. Pær hafa
gefið mjög góða raun. Komist hefur
verið fyrir krabbamein í brjósti, maga
og legi, sem meðhöndluð hafa verið á
frumstigi.
Pví miður ráða nútímavísindi ekki
yfir einföldum og öruggum aðferðum
til að segja fyrir um krabbamein á
frumstigi, þó að vísindamenn hafi
unnið að rannsóknum á því sviði í
áratug.
í veikindatilfelli snúa sovéskir sjúkl-
ingar sér hver til sinnar heilsuvernd-
arstöðvar. Verkefni læknanna þar er
að fylgjast með sjúklingnum og at-
huga, hvort nokkrar breytingar í átt
til krabbameins hafi átt sér stað og
skiptir þá ekki máli, hvort sjúkling-