Úrval - 01.11.1975, Side 23

Úrval - 01.11.1975, Side 23
KRABBAMEIN — VONBRIGÐI OG VONIR 21 urinn leitar læknis vegna kvefs eða tannpínu. Finnist slíkar breytingar er hann sendur til krabbameinssérfræð- ings, en slíkur sérfræðingur er á hverri heilsuverndarstöð. Hann skoðar sjúkl- inginn og sendir hann, ef þörf kref- ur, á krabbameinsleitarstöð. Sovéskir krabbameinssérfræðingar reyna að finna hina sjúku eftir tveim aðferðum. Sú fyrri er að gera fjölda- skoðanir áhrifaríkari, en sú síðari að hafa eftirlit með þeim, sem eru í hættu að sýkjast af krabbameini. 111- kynja æxli verða ekki til af sjálfu sér. Sérhvert krabbamein á sér einn forkrabba. Jafnvel góðkynja æxli geta haft hættu í för með sér. Vissar starfsstéttir eru í meiri sýlc- ingarhættu en aðrar t. d. þær, sem starfa við röntgenmyndatöku. Utan- aðkomandi þættir, t. d. sérstakt lofts- lag, geislavirkni vatns, eiginleikar jarð- vegs, fæða sú, sem neytt er eða með- höndlun hennar geta aukið hættuna á krabbameini. í Sovétríkjunum fara nú fram um fangsmiklar rannsóknir til þess að finna þá starfshópa, sem eru í mestri hættu og þurfa að ganga í gegnum reglulega skoðun. „Pegar ég geng eftir göngum deild- arinnar og sé kvíðann í augum sjúkl- inganna,“ segir A. Rakov prófessor, sem hefur í mörg ár unnið að krabba- meinsrannsóknum, „þá fylgir mér ætíð sú hugsun, að hægt hefði verið að komast hjá ógæfunni. Fólk verður að skilja, að heilsa þess er að miklu leyti komin undir því sjálfu, undir réttum lífsmáta.“ 1 Sovétríkjunum eru árlega gefnir út milljónir bæklinga, sem fjalla um heilbrigðismál. Sovéskir læknar og vísindamenn koma fram í sjónvarpi og útvarpi, skrifa greinar í blöð og tíma- rit til þess að kenna fólki að varast sjúkdóma. * „Apríl í París“, lag Vernons Dukes, hafði svo mikil áhrif á ameríku- mann nokkurn, Arnold Weissberger, að hann ákvað að ferðast til Parísar í apríl. En hann varð fyrir miklum vonbrigðum. Pað var kalt í veðri og rigning upp á hvern einasta dag. Nokkrum mánuðum síðar hitti Weissberger Vernon Duke og sagði honum að hann hefði verið í París í apríl. „Af hverju fórstu á þessum tíma?“ spurði Duke. „Veðrið er yfirleitt mjög leiðinlegt um þetta leyti.“ Weissberger starði furðu lostinn á hann. „En ég fór einmitt vegna lagsins þíns, Vernon." „Hvert í logandi,“ svaraði Duke, „í raun og veru vorum við að syngja um maí, en hrynjandinn krafðist tveggja atkvæða.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.