Úrval - 01.11.1975, Page 25
23
Nokkur sannleikskorn um hina öflugu trú, sem er leiðar-
Ijós ýmissa manna, sem hafa vaxandi áhrif
á framtið Bretlands.
Að vera
múhameðstrúarmaður
JAMES MICHENER
vfé/ÍtvKvKvtí itt furðulegasta fyrirbæri
íK heims nútímans er að
(!) i J7 'íjí" ríkja skuli svo lítill skiln-
fp.____ingur á Islam (múham-
eðstrú), trú, sem er að
mörgu leyti sú sama og kristindómur
og gyðingdómur (Júdaismi) Nú eru
samtals um 750 milljónir múhameðs-
trúarmanna um víða veröld. Peir ráða
mörgum af mikilvægustu svæðum
jarðarinnar, og því er nauðsynlegt, að
við öðlumst betri skilning á þeim.
En lítið á, hvað kom fyrir virtan
múhameðstrúarmann, sem heimsótti
Bandaríkin. Hugleiðið allar móðgan-
irnar, sem hann varð fyrir þar:
Honum var sýnd mósaikmynd í
kirkju einni, og sagt var við hann um
leið: „Sjáið bara! Við kunnum líka
að meta spámann ykkar.“ Á mynd
þessari voru þeir Jesús, Móse og
Buddha sýndir, þar sem þeir reyndu
að laða til sín sálir manna með rökum
og birtu .En Múhameð var sýndur
sveiflandi sverði í hendi sér, bjóðandi
mönnum að velja á milli trúskipta og
dauða.
Síðar sá gesturinn kvikmynd, þar
sem hugrakkir og heilagir krossfarar
voru að berjast við huglausa múham-
eðstrúarmenn um hina kristnu borg
Jerúsalem. Krossfararnir virtust vera