Úrval - 01.11.1975, Page 33
31
Á tímum risadýranna, um 150 milljónum ára fyrir Krist,
var þetta sannarlega geysileg skepna, líklega stærsta
skepnan, sem hefur nokkru sinni stiklað
um jarðkringluna.
Ófreskja
frá
árdaga
JEAN GEORGE
unglskinsnótt eina í
*
*
*
*
T
ag-
■(fcúst árið 1972 gerðist það
er James Jensen skreið
JjSút úr tjaldi sínu á hinu
einkennilega hásléttu-
svæði í vesturhluta Coloradofylki, þar
sem uppblásturinn hefur myndað hrika-
lega „taflmenn“, að við honum blasti
risavaxið, steinrunnið bein, hálfgrafið
í jörðu. Parna hafði geysistór forn-
aldarskepna lagst til sinnar hinstu
hvíldar í árfarvegi einum fyrir 150
milljón árum.
Jensen jvar forstöðumaður Jarð-
vísindasafns Brigham Young háskól-
ans, en hann hafði samt ekki getað
flokkað beinið. „Ég fór á fætur til að
skoða það í tunglskini," sagði hann
síðar, „vegna þess að lögunin kemur
oft betur fram í mjúkri birtu en í
sterku sólskini." Hann grunaði, að
hann væri að skoða leifar stærsta land-
dýrs, sem nokkru sinni hafði lifað á
jarðkringlunni.
Jenson hafði unnið að uppgreftri
dýraleifa á Uncompahgre-sléttunni í