Úrval - 01.11.1975, Qupperneq 34
32
ÚRVAL
„Risaeðlu-Jim" Jensen virðir fyrir sér herðablað úr Supersaurusi, sem hann gróf
upp í Colorado, með hjólp félaganna, sem með honum eru, Vivian og Geddie
Jones.
hálfan fimmta mánuð ásamt syni sín-
um og aðstoðarmanni, og það, sem
þeir höfðu fundið, hafði þegar vakið
geysilega athygli, því að þeir höfðu
fundið leifar samtals fjögurra útdauðra
dýrategunda, sem höfðu aldrei fund-
ist fyrr. En þessi harðgeri, hávaxni
steingervingafræðingur gekk aftur til
hvílu þessa nótt án þess að hafa ráð-
ið gátu þessa.
Snemma næsta morguns byrjaði hann
ásamt aðstoðarmönnum sínum að losa
meira af grágræna leirnum frá þessu
risavaxna beini. Til þess notuðu þeir
skóflur, íshaka og loftknúinn meitil.
Seint síðdegis voru þeir næstum bún-
ir að grafa frá beininu. Jensen tók
andköf, þegar hann gerði sér loks
grein fyrir því, hvers konar bein þetta
var. Pað var mjaðmargrind úr risa-
sauropod, en þeir heyrðu til ætt lang-
hálsa dinosaura (risaeðla), sem voru
jurtaætur. Par eð mjaðmagrind úr
stórri sauropodbeinagrind er venju-
lega um 1.20 m á breidd, en þessi var
1.80 m, gerði Jensen ráð fyrir því, að
hún væri úr skepnu, sem vigtáð hefði
að minnsta kosti 75 tonn og líklega
verið um 24—25 m á lengd og hæð
hennar slík, að hún hefði getað horft
inn um efstu gluggana á fimm hæða
byggingu.
Næstu vikunum eyddu þeir í að
grafa upp fleiri bein og beinhluta, og
þessi nýju bein staðfestu fyrri getgátu
Jensens um stærð skepnunnar. Einn