Úrval - 01.11.1975, Page 38
36
ÚRVAL
í þessari hugleiðingu um boðskap Jesú lýsir þekktur
breskur guðfræðingur hinum undursamlegu
ávöxtum lifandi trúar.
Kristur,
Ijós heimsins
H. A. WILLIAMS
>!< ristnir menn trúa því, að
->K Jesús Kristur sé Ijós
(j) mannanna, að hann sé
sannarlega Guð og sann-
íK" arlega maður í senn. Pví
S að búast við því, að hann
leiddi okkur í skilning um Guð og
okkur sjálf. Og það gerði hann ein-
mitt, ekki aðeins með kenningum sín-
um heldur einnig með þjáningum sín-
um og afrekum í lífi sínu, dauða og
upprisu.
Hann fæddist í heim og til lífs, sem
hvoru tveggja svipar til okkar eigin í
öllum grundvallaratriðum. Pví varð
hann að horfast í augu við hina dökku
hlið tilverunnar. Einn þáttur þeirrar
dökku hliðar er sú þráláta kennd, að
allt sé á móti okkur.
Við skulum hugleiða þetta sem
snöggvast.
Kannski höfum við aldrei öðlast þau
tækifæri, sem sumir virðast hafa öðl-
ast. Kannski hafa illgirnisleg forlög
lostið okkur eða þá, sem við elskum,
og valdið sjúkdómum, dauða eða ein-
hverri annarri ógæfu. Kannski hefur
fátt farið úrskeiðis að ráði, en okkur
kann samt að finnast sem lífið sé fjand-
samlegt og ógnvænlegt. Við skynjum
þetta í framkomu og hegðun annarra
gagnvart okkur, sem okkur virðist
A\ Vt\VK
ÍK-
*
K
ættum vic