Úrval - 01.11.1975, Page 41
39
KRISTUR, LJÓS HEIMSINS
breyta sjálfu myrkrinu í eldsneyd, sem
ljós lífsins hefur kviknað af.
Guð elskar okkur takmarkalaust og
ber innilega ást til hvers og eins af
okkur. En slíkt merkir ekki, að hann
muni veifa töfrasprota okkur til vernd-
ar. Lífið mun heimta sinn skatt af
okkur, og ætíð mun hvíla myrkur yf-
ir djúpunum. En óskum við þess sjálf,
getur Kristur opnað augu okkar, svo
að við megum skynja myrkrið sem
ljós, skynja óhjákvæmilegar staðreynd-
ir sem tæki, sem geti veitt okkur
frelsi, svo að við getum sagt: „Við
hefðum aldrei vitað, hvað kærleikur-
inn er í raun og veru, við hefðum al-
drei vitað, hvað lífið er í raun og veru,
án tilvistar takmarkana og mótsagna
okkar mannlegu tilveru, án hins mikla
vanda og hinna miklu þjáninga.'1
☆
Ég var búinn að vinna baki brotnu við að þrífa húsið allan daginn
og á meðan höfðu táningarnir mínir haft útvarpstækið í botni. Ég var
þreytt og grunnt á þolinmæðinni og enn átti ég eftir að bóna svefn-
herbergisgólfið, þegar nágrannakona mín, sem líka átti tvo táninga,
hringdi. Er ég hafði sagt henni hvernig málin stóðu sagði hún: „Af
hverju byrjarðu eklci að bóna fram við dyr, svo þú verðir að skríða upp
í rúm meðan bónið er að þorna?“
Petta gerði ég og fannst þetta góður endi á hreingerningardegi.
F.R.
>
Eftir að hafa lent farþegavélinni, fullri af ferðamönnum, í Honolulu,
fór ég í kvikmyndahús. Þegar ég kom út eftir sýninguna, þekktu tvær
gamlar konur mig sem flugmann vélarinnar. Útundan mér heyrði ég
aðra þeirra segja. „Hélstu ekki, að þeir hefðu nóg af kvikmyndum um
borð í vélunum?“
Ég var að ljúka innkaupum mínum einn morguninn, þegar ég tók
eftir mjólkurbíl, sem stóð við verslunina og ætlaði að fara að afferma
mjólk. Bílstjórinn var að láta grind, hlaðna 4 lítra mjólkurkössum síga
niður, þegar hún sporðreistist allt í einu og kassi eftir kassa féll í göt-
una og sprakk. Mjólkin flæddi í myndarlegum læk meðfram gangstétt-
inni. Ég bjóst við að heyra kjarnyrt blótsyrði af vörum ökumannsins, en
í stað þess leit hann rannsakandi í kringum sig og sagði: „Hérna kis,
kis, hérna kis, kis, kis.“
J.L.C.