Úrval - 01.11.1975, Page 59
APINN SEM TALAR VIÐ FÓLK
57
lýsingar um, hvað veldur því að tungu-
málahæfileikinn vaknar hjá barni og
dýri.“
En Lana er fjarska ákveðin ung
dama. Eitt sinn, meðan við vorum í
Yerkes, var hún að biðja vélina um
mjólk. Tim notaði aðstöðu sína utan
við búrið til þess að bæta röngum orð-
um inn í miðjar setningar hennar.
Hvað eftir annað ýtti Lana á ,.endi“-
hnappinn og byrjaði upp á nýtt. En
svo fór, að henni þótti þetta ekki ein-
leikið. Hún leit hvasst í áttina til okk-
ar og pikkaði: „Gera svo vel að fara
út.“ Pað var api, sem rak okkur út!
Um leið og Tim leiddi okkur fram
í ganginn, heyrðum við pikkið henn-
ar Lönu glymja við á ný. Lana hafði
ekki gefist upp við það sem hún ætl-
aði sér. Yfir stjórnborði Tims kvikn-
uðu marglit tákn á skjánum. Pað var
orðsending Lönu til tölvunnar: „Gera
svo vel vél gefa mjólk.“
*
Áhyggjufull, ástúðleg eiginkona hringdi á skrifstofuna til eiginmanns
síns og sagði honum að giftingarhringurinn hefði runnið af fingri hennar
án þess að hún hefði nokkuð tekið eftir því. Og hann svaraði: „Engar
áhyggjur elskan. Ég fann hann óvænt í vasa mínum í morgun, þeim sama
og ég geymi seðlaveskið mitt í.“
Ég fór með manninum mínum að skoða gamla höll, sem hafði verið
gerð að safni. í einu af fallegu og glæsilegu svefnherbergjunum tókum
við eftir viðvörunarskilti á gluggatjöldunum og himinsænginni: ,,Pvoið
bendur yðar strax og þér hafið snert á einhverju". Við dáðumst því að
húsbúnaðinum í hæfilegri fjarlægð, en forvitni okkar var vakin, þess
vegna spurði ég umsjónarmanninn á leiðinni út hvort efnin væru með-
höndluð með hættulegum efnum, í því skyni að þau héldu sér betur.
Andlit hans varð að einu breiðu brosi: „Ó, alls ekki frú,“ sagði hann..
„En gömlu má ekki snerta-skiltin voru svo vita gagnlaus.11
Ung kona, sem hafði verið gift læknanema í fimm mánuði, fékk
slæmt kvef. Hún ákvað því að hringja í manninn sinn í von um að fá
svolítinn hluta af þeirri meðaumkun og umhyggju, sem hann dreifði
meðal sjúklinga sinna allan daginn. Pegar hún var búin að segja honum
frá heilsufari sínu svaraði hann: „Petta er hræðilegt.“ Svo bætti hann
við: „Pú kemur þá ekki með matinn til mín í dag, er það?“