Úrval - 01.11.1975, Side 63

Úrval - 01.11.1975, Side 63
NIXON: TRÚNAÐARBROT 61 Watergate var misheppnað „þriðja flokks innbrot", en ákvörðun Richards Nixons um að ,,sýna hörku“, hylma yfir, var hinn fyrsti af mörgum glæpum hans, sem bandaríska þjóðin gat ekki fyrirgefið honum, þegar til kom. I þessum síðari hluta úrdráttar úr bók Theo- dores H. Whites, eins víðkunnasta rithöfundar Bandaríkjanna, sést, hvernig vefurinn var ofinn úr skapgerðargöllum, hiki og vandræðum, sem fylgdu falli forsetans úr valdastóli. menn“ forsetans áttu undir persónu- leg fyrirmæli Haldemans að sækja. Haldeman var strangur. Ungu kon- urnar í ritaraskrifstofum hans snæddu hádegisverðinn yfirleitt við skrifborð- in og þurftu að vinna til klukkan ellefu eða miðnættis eða hversu lengi sem þurfti til að Ijúka skrifstofustarf- inu til fulls hvern dag. Varðmennirn- ir, sem fylgdust með umferð manna í „innri hluta“ Hvíta hússins, fengu fyrirmæli um að standa réttir, þegar fulltrúi úr æðri sveitinni átti leið framhjá. Haldeman fann frá upphafi ekkert hik eða sjálfsgagnrýni. Forsetinn vildi stjórna atburðarásinni, skrifstofuveld- inu og ríkisstjórninni. Ósögð „heim- speki“ Haldemans var þessi: „Verði vilji forsetans.“ Einn, sem fylgdist með háttum Nix- ons, sagði þó: „Pað var efnafræðilegt samband milli hans og Haldemans. Pegar þeir voru einir saman, gerðist eitthvað, sem þrýsti fram því versta í þeim báðum.“ Sumarið 1970 unnu margir góðir menn starfsliðsins við erfið vandamál og fálmuðu eftir raunhæfum lausnum. Peir túlkuðu á sinn hátt, hvernig vilja forsetans yrði best fullnægt. Peir unnu að áætlunum um frið, umhverfismál, jöfnuð kynþátta, húsnæðismál og öfl- un fjár til lista og menningarmála. Samt gerðist það samtímis, í miðstöð „taugakerfisins" í „Konungsgöngun- um“, að aðrir menn túlkuðu vilja for- setans eins og verst varð. í hverju stórfyrirtæki eru menn, sem geta ekki beðið eftir að komast áfram með eðlilegum hætti og vilja stytta sér leið. Metnaður er heilbrigður og gagn- legur, en yfirleitt gildir það um starfs- menn Hvíta hússins, að metnaðurinn stýrist af sannfæringunni, sem gerði þá starfsmenn forsetans. Svo var ekki í ,,Konungsgöngum“ hirðmannanna. Par ýttu menn og hrintu til að ná athygli Haldemans, sem kynni að vekja at- hygli Nixons á þeim. Eftir að athygli forseta hefur verið vakin, hver sem hann er, kemur frægðin, sem síðar færir þeim mikinn frama, sem hana áskotnast, sem yfirmanna stórfyrir- tækja, stórra stofnana eða háskóla eða með tilnefningu í há embætti. Hrind- ingarnar í „Konungsgöngum" Nixons voru til muna meiri en verið hafði hjá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.