Úrval - 01.11.1975, Page 65
NIXON: TRÚNAÐARBROT
samsæri milli frjálslyndra þrepa skrif-
stofuveldisins, þar sem krökkt var af
demókrötum.
Forsetinn varð æfur. Hann leit svo
á málið, að ef hæstiréttur neitaði að
hindra þessi blöð í að birta það, sem
þeim sýndist, yrði ríkisstjórnin að
herða agann og stöðva slíkan „leka“
þar, sem hann byrjaði. Sem fyrsta
skref fékk forsetinn John Ehrlichman,
aðalráðgjafa sínum í innanríkismálum,
það verkefni að grafa upp eins mikið
og hann gæti um Daniel Ellsberg.
Ehrlichman fékk svo einum af eftir-
lætismönnum sínum, hinum unga Egil
Krogh, þetta verkefni.
Pó hélt lekinn áfram, við vaxandi
skelfingu bæði Kissingers og forset-
ans, sem um þær mundir voru með
leynd að stefna að þíðu í samskiptum
við Kína og Sovétríkin. Um miðjan
júlí snæddi forsetinn kvöldverð í Los
Angeles með Kissinger, Haldeman og
Ehrlichman og ræddi um „lekavand-
ann“, bitur og áhyggjufullur. Forset-
inn afréð þar að hitta Krogh, um leið
og hann kæmi aftur til Washington.
Dagurinn, sem Nixon hitti Krogh, var
laugardagur 24. júlí, degi eftir að New
York Times hafði birt frétt, þar sem
í smáatriðum var greint frá, hversu
langt bandaríkjamenn væru reiðubún-
ir að hörfa, ef til kæmi, í SALT-við-
ræðunum við sovétmenn um takmörk-
un á vígbúnaði.
„Forsetinn var æfur,“ sagði John
Ehrlichman. „Hann ætlaðist til of mik-
ils af Krogh.“ Pað, sem forsetinn
minntist síðar um samtalið, var tak-
63
markaðra: „Vegna þess, hversu ástand-
ið var alvarlegt og þar sem við viss-
um þá ekki, hver frekari ríkisleyndar-
mál Ellsberg kynni að afhjúpa, brýndi
ég fyrir Krogh, hve mikilvægt verk-
efni hans væri öryggi ríkisins. Ég gaf
honum enga heimild til að beita ólög-
legum aðferðum til að ná takmarki
sínu, og mér var alls ókunnugt um,
að slíkum aðferðum væri beitt.“
Krogh bar í framkvæmd ábyrgð
gagnvart Ehrlichman, og Ehrlichman
hafði misst traust á FBI. Hann kall-
aði FBI stundum „síuna“, sem lög-
reglan var að verða, eftir því sem agi
hins gamla J. Edgars Hoovers brást.
Ehrlichman vildi fá stofnaða rann-
sóknarsveit á vegum Hvíta hússins,
sem yrði óháð FBI og opinberri leyni-
þjónustu. Fleiri en Krogh voru fengn-
ir í þessa sveit. Fyrstur þeirra var
David Young, sem fyrr hafði verið
tekinn úr starfsliði Kissingers til að
vinna að athugun á, hvaða leyniskjöl
úr utanríkisþjónustunni mætti birta.
Á meðan hafði Charles Colson, einn
af pólitískum skipuleggjendum Nix-
ons í „Konungsgöngunum", ráðið E.
IToward Hunt, sem hafði verið með
honum í Brown-háskólanum, til að
aðstoða sig við ýmislegt, svo sem til-
raunir til að hafa áhrif á blöðin, og
ráðgera opinbera svívirðingu Daniels
Ellsbergs. Hunt hafði starfað fyrir CIA
en mistekist í því starfi. Hann var nú
ráðinn í sveit Kroghs. Krogh hafði
fyrr kynnst G. Gordon Liddy, sem
var fyrrverandi starfsmaður FBI og
minniháttar stjórnmálamaður í New