Úrval - 01.11.1975, Page 74
72
ÚRVAL
mannkynssögunnar", og hann talaði
eins og hann vissi ekki um segul-
böndin, þegar hann var upp á sitt
besta eða eðlilegastur.
Segulbandsspólurnar leiddu auðvit-
að í ljós, að hinn hugsunarlausi upp-
hafsglæpur hafði orðin hinn 23. júní
1972, þegar Nixon hafði svo léttilega
fallist á að reyna að beita CIA til að
stöðva rannsókn FBI á Watergate-
málinu. Síðan hafði „neðanjarðar-
hreyfingu Nixons“ verið falið að ann-
ast yfirhylminguna. Nixon vissi ekki
um hana í smáatriðum en samþykkti
þó. Málið var tafið, og forsetinn vann
kosningarnar sínar með mesta meiri-
hluta atkvæða í sögu Bandaríkjanna.
„John,“ sagði hann við Dean. ,,Ég ef-
ast ekki um, að ráðagerð okkar fyrir
kosningarnar var rétt. Pú gerðir alveg
rétt. Pú tafðir málið.“
í lok febrúar 1973, eftir að öld-
ungadeildin hafði samþykkt að stofna
Ervin-nefndina, sýna segulbandsupp-
tökurnar samt miklar áhyggjur um
ráð forsetans. Greinilegt var, að stofn-
un nefndarinnar táknaði upphafið að
ágreiningi Nixons við almenningsálit-
ið í ríkum mæli, og ennfremur við
blöðin, frjálslynda og kerfið. Allir
mundu rísa gegn Nixon nema hann
gæti skotið þeim ref fyrir rass með
gagnsókn.
Pannig var fyrsta greining Hvíta
hússins á vandanum, að hann væri
mikið „spil" um almenningsálitið.
Samt hafði forsetinn þegar sagt, að
það væri „hryggilegt", að repúblikan-
ar hefðu hlerað demókrata árið 1972,
og Lyndon Johnson hafði hlerað Nix-
on árið 1968. Pannig var þetta nú
einu sinni spilað, og hvað um það?
Alla atburði meðal liðs Hvíta húss-
ins frá febrúar til aprílloka 1973 má
líta á sem afneitun á því, sem kallað
hefur verið Chappaquiddick-kenning-
in, dregin af reynslu Edwards Kenne-
dys öldungadeildarþingmanns eftir
drukknun Mary Jo Kopechne 1969.
Ef fréttir eru slæmar, munu tryggir
aðdáendur ávallt leggja til, að beðið
verði, uns „góð fyrirsögn“ fæst. Öll
slík ráð eru röng. Pað er enginn „góð-
ur tími“ til að segja slæmar fréttir —
nema þegar í stað.
í einkennilegum talsmáta ráðgjafa
Nixons var val hans nefnt að „hanga“,
tilraun til að segja söguna eða eins
mikið af henni og óhætt væri að
segja, áður en blöðin knýðu hana
fram. Af upptökuna frá 13. mars og
síðar geta menn séð, að forsetinn fór
fálmandi og hikandi þessa leiðina og
hörfaði síðan af henni, reyndi aftur
og hörfaði aftur. Starfsemi „neðan-
jarðarhreyfingar" hans hafði aldrei
verið útskýrð í smáatriðum fyrir for-
setanum, og því meira sem hann frétti,
þeim mun erfiðara reyndist honum að
„hanga“.
Forsetinn talaði hinn 13. júní við
John Dean í ávölu stofunni. Hann
hrökk við af nærri ósjálfráðri athuga-
semd Deans um, að upptökurnar frá
hleruninni í Watergate hefðu í raun-
inni komið til Hvíta hússins, á skrif-
horð Gordons Strachans, eins af hin-