Úrval - 01.11.1975, Side 76
74
ÚRVAL
kvaðningu dóms 23. mars, eða hann
mundi leysa frá skjóðunni ella. Hann
mundi skýra frá hinum skuggalegu
verkum, sem hann hafði unnið í þjón-
ustu Richards Nixons.
„Neðanjarðarhreyfing“ Nixons hafði
nú alls eytt nærri þrefaldri þeirri fjár-
hæð til að kaupa þögn. Nú var ekki
til meira reiðufé. John Dean varð að
leggja málið fyrir forsetann.
Dean og forsetinn settust á fund
klukkan 10.12 hínn 21. mars í ávala
herberginu. Dean vildi ræða við hann,
„af því að mér finnst, að þú vitir
ekki allt . . . Við höfum krabbamein
. . . nálægt forsetaembættinu, sem fer
vaxandi." Dean hafði greinilega búið
sig vel undir þessa skýrslu.
Hann sagði hreinskilnislega söguna
um, hvernig þetta hefði allt byrjað,
og síðan reyndi hann í fyrsta skipti
að gera forsetanum ljóst, að hættan
stafaði ekki af innbrotinu í Water-
gate heldur því, sem síðan hafði gerst.
Síðar í upptökunum varð orðið „eftir-
leikur“ helst notað, þegar ráðgjafar
Nixons ræddu um yfirhylminguna, en
í viðræðum Deans og Nixons var ekki
alveg Ijóst, hvaða pólitísk áhrif „eftir-
leikurinn“ mundi hafa.
Dean var alveg viss um eitt. Ho-
ward Hunt beitti fjárkúgun. Kröfur
hans um peninga skiptu höfuðmáli.
„f guðanna bænum . . . náðu í pen-
ingana,“ sagði forsetinn. Ómögulegt
er að mistúlka samtalið. Forsetinn
hafði fyrirskipað Dean að kaupa tíma
handa sér, og skömmu síðar fékk
Hunt um átta milljónir króna.
Hvað skal gert við þann tíma, sem
hefur verið keyptur? Síðdegis þennan
dag ræddi forsetinn við Dean, Ehr-
lichman og Haldeman. Peir urðu að
semja sögu, sem virtist vera algerlega
sönn, takmarkað ,,hang“ handa Nix-
on, sögu, sem virtist segja allt. Petta
varð verkefni Deans. Hann fékk skip-
un um að sinna því.
Samt var málinu svo farið eins og
kom fram í orðalagi forsetans síð-
degis þennan dag „Hvern þremilinn
ætlar hann að segja, sem eyðileggur
ekki eitthvað?" Við þessa ráðgátu
glímdi Richard Nixon næsta mánuð-
inn.
Klukkan tvö síðdegis næsta dag,
hitti forsetinn aftur „herstjórn“ sína,
Mitchell, Haldeman, Ehrlichman og
Dean. Dean skyldi fara til Camp Da-
vid, aðseturs forsetans í fríum, þegar
í stað og semja söguna, sem forset-
inn mundi nota til að ,,botna“ vörn
sína. Pegar Dean fór út í herberginu,
sneri forsetinn sér að Mitchell og
sagði: „Ég get ekki látið þig fara . . .
fara í hundana. Mér er fjandans sama,
hvað gerist. Ég vil, að þið byggið múr.
Látið þá færast undan vitnisburði með
tilvísun til fimmtu greinar stjórnar-
skrár, yfirhylmingu eða hvað sem er
<<
Eftir þessa ræðu náði forsetinn aft-
ur stjórn á sér. „Hins vegar vildi ég
. . . að þið gerðuð það öðruvísi."
,,öðruvísi“ var að segja alla sólar-
söguna, en enginn sá leið til þess.
Síðla þennan dag fór forsetinn til
Key Biscayne, og hann kom ekki aft-