Úrval - 01.11.1975, Síða 82
80
ÚRVAL
sem hafði þjálfun í að treysta orðum
forsetans, æðsta yfirmanns síns, hvað
sem á gekk.
„Ég hóf störf með 100 af 500 æðstu
stöðum ríkisstjórnarinnar óúthlutað,"
sagði Haig. „Annað hvort höfðu menn
hætt eða þeir verið reknir. Aginn hafði
farið í hundana. Við urðum að fylla í
götin á öllum stigum.“ Eftir nokkra
daga varð Watergatemálið orðið hið
mikilvægasta í starfi þessara manna.
„Par var engin stjórn,“ sagði Haig,
„enginn grundvöllur í vitneskju um,
hvað tæki við næst. Við þörfnuðumst
sveitar lögfræðinga og höfðum ekki.“
Mennirnir í þessari nýju sveit und-
irmanna Nixons reikuðu hver sína
braut, í leið að skipulagi til að verja
yfirmann sinn. Rætur ringulreiðarinn-
ar var vandamálið um segulbandsupp-
tökurnar. Enginn vissi um upptökurn-
ar, þegar hann tók við stöðu sinni,
og það tók langan tíma fyrir þá að_
fá vitneskju um málið. Án upptak-
anna voru ekki til neinar sannanir á
Nixon persónulega, ef undan eru skil-
in ummæli Deans. Pegar upptökurn-
ar væru til staðar, yrði forsetinn aðal-
vitnið gegn sjálfum sér, en enginn
nema Nixon skildi enn að nokkru
ráði, hversu sönn sagan var, sem
böndin geymdu.
Pað verða vangaveltur um, hvers
vegna Nixon fyrirskipaði ekki, að
böndin skyldu eyðilögð — þar til
hann segir sögu sína sjálfur. Hann
var stoltur af ríkisstjórn sinni og ár-
angri, og vera má, að hann hafi ekki
viljað, að upptökurnar glötuðust fyr-
ir þær sakir. Hann kann jafnvel að
hafa talið sig saklausan eða svo vel
varinn sem æðsta mann ríkisins, að
hann hafi hreint ekki hugsað rökrétt,
sem er sennilega hið rétta.
Alexander Butterfield hafði skýrt
frá böndunum hinn 16. júlí. Frá og
með þeim degi urðu þau sönnunar-
gögn. Pað var ógerlegt að eyðileggja
þau nema að brjóta lög. Pað eina,
sem unnt var að gera, var að tefja að
þau segðu söguna, og Haig tók sjálf-
ur frumkvæðið og lét rífa niður allt
segulbandakerfið. Síðan fór hann til
Bethesda sjóherssjúkrahússins, þar sem
forsetinn lá veikur af lungnabólgu, og
sagði honum, hvað hann hafði gert.
Nixon mótmælti ekki.
Hins vegar voru upptökurnar eftir
í kjallara byggingar ríkisstjórnarinn-
ar, í fjórum eða fimm venjulegum
skjalakössum með röngum merking-
um og rangt niður raðaðar. Pær voru
í herbergi, sem var afgirt með raf-
eindabúnaði og gætt af leyniþjónust-
unni. Enginn hafði aðgang þar að
nema með leyfi Nixons. Garment fékk
ekki að hlýða á þær, jafnvel þótt hann
hefði á hendi stjórn varnarinnar gagn-
vart Ervin-nefndinni. Haig flutti Gar-
ment synjun forsetans á leyfi til, að
hann eða neinn annar fengi að hlýða
á upptökurnar. Sams konar boð fékk
Fred Buzhardt, ráðunautur forsetans.
Enginn vildi beita þrýstingi. Pegar
talað var við einhvern úr innra hring
Hvíta hússins, var endurtekið sí og
æ, að böndin væru „geislavirk". „Sjáðu
til,“ sagði Ron Ziegler, þegar hann