Úrval - 01.11.1975, Síða 88
86
Pessi aðferð mistókst aðeins þegar
þingið fann konung sjálfan sekan um
glæp gegn ríkinu. Pá var engin leið
nema að höggva af honum höfuðið,
eins og gert var við Karl I. 1649. Pví
hefði þingið ekki látið hálshöggva
konung, hefðu þingmenn sjálfir orð-
ið höfðinu styttri.
Petta var róttæk lækning, sem höf-
undar stjórnarskrár Bandaríkjanna
reyndu að forðast í sínu unga lýðveldi.
Peim fannst sinn nýi forseti þurfa
að vera undir einhverri stjórn, svo
að til viðbótar öðru sömdu þeir það
ítrasta atriði, að unnt væri að fjar-
lægja forsetann úr embætti með að-
gerðum fulltrúadeildar og öldunga-
deildar, eins og að framan greindi.
Ákvörðunin um, hvort ástæða væri
til slíkra aðgerða, var tekin veturinn
og vorið 1974 og kom í hlut dóms-
málanefndar fulltrúadeildarinnar. Yf-
irmaður nefndarinnar var Peter Ro-
dino frá Newark í New Jersey-fylki.
Starfsmenn nefndarinnar héldu því
fram, að ákærur gegn forsetanum
þyrftu ekki endilega að vera um glæpi,
t eðli sínu. Pað væri ekki endilega
persónuleg refsing á forseta að svipta
hann friðhelgi, aðalatriðið var að
halda áfram þingbundinni stjórn sam-
kvæmt stjórnarskrá og, gagnstætt því
sem væri í glæpamáli, þyrfti orsökin
aðeins að vera, að forsetinn hefði al-
mennt séð hegðað sér rangt í starfi.
Pessar aðgerðir væru sem „öryggis
ventill stjórnarskrárinnar“.
ENGIN SPURNING EFTIR. Rich-
ÚRVAL
ard Nixon hafði horfið úr augsýn
fjöldans 26. desember 1973, þegar
hann fór til San Clemente frá Wash-
ington til dvalar, sem varði í 17 daga.
Par kom loks í ljós, hvert hann
stefndi. Hann gerði upp hug sinn.
Hann mundi berjast, það var ljóst,
en það var stjórnlaus og þunglyndis-
leg sveit, sem sneri aftur frá vestur-
ströndinni. Enginn nema Haig gat
hitt leiðtogann að vild, og það, sem
menn sáu af honum, olli þeim kvíða.
Hann hafði komið aftur frá San
Clemente, og þá bað hann um upp-
tökurnar af atburðunum 23. júní, um
hindrun á framvindu réttarins, sem
fljótlega hafði rifjast upp fyrir hon
um, að væri grundvöllur hótunarinn-
ar um, að hann yrði sviptur frið-
helgi og kvaddur til dóms. Engum af
ráðgjöfum hans var sagt fyrr en síð-
ar, að hann hefði gert þetta en þeir
urðu varir við margs konar breyting-
ar á skapgerð hans og persónuleika.
Drykkja hans fór í taugarnar á sum-
um þeirra. Sumir sögðu, að hann fengi
sér nú fyrsta sopann jafnfel klukkan
ellefu á morgnana. Aðrir héldu fram,
að hann drykki aðeins síðdegis eða
síðla kvölds. Pað var rétt, að suma
morgna heyrðist á honum, að hann
var timbraður.
Hann varð sífellt taugaveiklaðri.
Hann átti til að vekja Fred Buzhardt
klukkan fjögur á nóttunni til að ræða
um hluti, sem heyrðust illa á segul-
böndunum. Upptökurnar voru honum
martröð, og menn hugsuðu til hans,
þar sem hann hlustaði á sjálfan sig