Úrval - 01.11.1975, Síða 92
90
þeirra með blekkingum þeirra félaga
hafði verið brotin en von var enn til,
að þeir kæmust undan. „Við lifum
þetta af,“ sagði Nixon. „Prátt fyrir
allar skoðanakannanirnar og allt hitt,
held ég, að enn sé býsna margt fólk,
ÚRVAL
sem vill trúa. Er það ekki mergurinn
málsins?“
Par stóð hnífurinn í kúnni.
Fólk vildi trúa en gat það ekki.
☆
SMARAGÐAFRAMLEIÐSLA.
Fremur óvenjulegur sýningargripur — silfurhringur með smaragð-
steini — var fyrir skömmu til sýnis í eðlisfræðisýningarskálanum á
landbúnaðarsýningunni í Moskvu. Hann var sýndur í þessum skála sök-
um þess, að smaragðurinn var ,,ræktaður“ í rannsóknarstofum jarð- og
jarðeðlisfræðistofnunar Síberíudeildar sovésku vísindaakademíunnar í No-
vosibirsk.
í fyrsta sinn í sögunni hefur vísindamönnum í Novosibirsk tekist að
finna aðferð til að framleiða gervi-smaragðkristalla. Efnafræðileg sam-
setning, harka, þyngd, litur og aðrir eiginleikar þessara steina eru full-
komlega hliðstæð og hjá náttúrulegum smarögðum.
APN.
BORG UNDIR PAKI.
Á demantasvæðinu í Jakútíu rétt við norðurheimskautsbauginn stend-
ur borgin Udatní, sem er sérstæð að því leyti, að allar byggingar í borg-
inni eru undir sama þaki. Pegar hríðarveður geisa á veturna þurfa íbú-
arnir ekki út undir bert loft. Upphitaðir stigar og gangar liggja á milli
húsa og til miðstöðva þar sem eru búðir, leikhús, íþróttasalur, lækna-
miðstöð, bókasafn og fleiri þjónustustofnanir.
APN.
Enskur hundauppalandi segir: „Ég get siðað hvaða hund sem er á
fimm mínútum. Pað er eigandinn, sem veldur erfiðleikum hvað það
snertir.“
Sá sem sér illa sér alltaf minna en efni standa til, en sá sem heyrir
illa heyrir alltaf meira en tilefni er til.
Maður nokkur sem starir hugfanginn á Ijóshærða stúlku: „Petta er
nokkuð sem ég vildi leggja til hliðar fyrir rólegu dagana í ellinni.“