Úrval - 01.11.1975, Síða 98
I'JRVAL
Ein síðasta myndin, sem tekin var af
H.C. Andersen, órið 1872.
Á þessu ári er öld liðin, síðan
ævintýrahöfundurinn
H.C. Andersen lauk ævi sinni.
Pess var víða minnst, en þó sér-
staklega í heimalandi hans,
Danmörku. En þótt ævintýrin
hans yrði mörg og fögur, er þó
eitt ævintýralegast: Það ævintýri,
sem hann lifði sjálfur.
Ævintýri
H.C.
Anaersens
doþdcvhdi ^nu sHni var fátækur
vk drengur, sonur skósmiðs-
ij) ekkju; hann fór til hallar-
innar að biðja sér lið-
veislu krónprinsins sjálfs.
Titrandi af von og ótta tók hann að
syngja og lesa fyrir hans konunglegu
hágöfgi, og þegar prinsinn spurði vin-
gjarnlega hvers hans óskaði, svaraði
drengurinn hugdjarfur: „Mig langar í
latínuskóla, því einhvern tíma ætla
ég að skrifa leikrit og koma fram í
Konunglega leikhúsinu." — Prinsinn
virti fyrir sér þennan klunnalega
dreng, þessa undrastóru fætur og
hendur, gríðarlegt nefið og angurvær
augun. Svo svaraði hann af kaldri
skynsemi: „Pað er góðra gjalda vert
að geta sungið og lesið upp texta, en
það er ekki snilligáfa, og nám er
langt og dýrt. Vér segjum honum
þetta fyrir hans sjálfs skuld. Vér ráð-
um honum til að fara heim og læra
nytsamt handverk — hann gæti til
dæmis orðið rennismiður."
En drengurinn var ekki vitund