Úrval - 01.11.1975, Qupperneq 110
108
ÚRVAL
og þá, á hvasseggjuðu sverði, helclur
á ljómandi fagurgrænni grein, sem var
alþakin rósum. Hann drap greininni á
loftið, og þá hóf það sig hátt upp, og
þar sem greinin hafði við komið, blik-
aði gullskær stjarna. Og hann snart
veggina og þeir víkkuðu út, og Katrín
sá orgelið, sem á var leikið, og hún
sá gömlu myndirnar af prestunum og
prestkonunum, og safnaðarfólkið sat í
kirkjustólunum og söng á sálmabæk-
urnar — því kirkjan sjálf var komin
heim til veslings stúlkunnar í litlu
kytruna, eða þá hitt, að hún var kom-
in þangað. Hún sat í stólnum hjá
hinu prestsfólkinu, og þegar sálmur-
inn var sunginn á enda og það leit
upp, þá horfði það vinalega til henn-
ar og sagði:
„Pað var rétt gert af þér, Katrín,
að koma.“
„Pað var drottins náð,“ svaraði hún.
Og orgelið hljómaði og barnaradd-
irnar í söngflokknum ómuðu svo blítt
og fagurt. Sólskinið lagði svo hlýlega
gegnum gluggann inn í kirkjustólinn,
þar sem Katrín sat. Hjarta hennar
varð svo fullt af sólskini, friði og
fögnuði, að það brast. Sál hennar sveif
í sólskinsljómanum til guðs, og þar
var enginn, sem spurði um rauðu
skóna.
☆
. . . „fór hann að hafa mikinn hug á sjónieikjagerð, saumaði föt á
leikbrúður sínar og lét þær leika leiki, sem hann bjó til upp úr sér eða
setti saman af því, er hann hafði séð umferðartrúða leika í Odense;
ætlaði hann sér að semja ósköpin öll af leikritum og bar þar að auki
óspart við að yrkja kvæði. Auðvitað var á þessu öllu hinn mesti við-
vaningsháttur og bernskubragur, en það sýndi, hversu rík og ómót-
stæðileg skáldþráin var í brjósti hans. Mjög var hann undarlegur og
ólíkur öðrum börnumrHullur af ímyndunardraumórum og sjúklegri við-
kvæmni, samfara hóflausum stórhug til einhvers hærra, sem þótti stinga
í stúf við fátæktina, og þó sumum væri ekki grunlaust, að eitthvað
óvenju mikið byggi í drengnum, þá voru þó hinir fleiri,. sem drógu dár
að honum og nærri því töldu hann hálfvita."
Úr formála að Ævintýrum og
sögum H.C. Andersens.