Úrval - 01.11.1975, Síða 113
íþróttamanna, sem áttu á hættu
að fá stíft hné. Pessi uppskurður ger-
ir þeim kleift að taka þátt í íþrótt
sinni á ný, þótt þeir stingi svolítið
við. En nú eru líkur til að uppskurð-
urinn, sem kallaður er á læknamáli
„menisectomy" (þá er brjósk fjarlægt
úr hnénu) — kunni að hafa eftirverk-
anir löngu seinna, sem ómögulegt er
að sjá í upphafi.
Rannsóknir í Bretlandi og í Iowa-
háskóla sýna, að þeir sem menisectomy
hefur verið gert á, eru í verulegri
hættu með að fá hrörnunarsjúkdóm í
liðinn fimrn árum síðar eða meira. í
bresku rannsókninni, sem náði til 577
sjúklinga, kom í ljós á röntgenmynd-
um, að 21% þeirra hafði fengið þessa
hrörnun á móti aðeins 5% sambæri-
legs hóps manna, sem ekki hafði ver-
ið skorinn upp. 1 Iowa náði könnun-
in til 99 sjúklinga, sem höfðu undir-
gengist uppskurðinn allt að því 30 ár-
um áður, og þar var hlutfallið allt
upp í 40%. Og þótt sumir læknar
haldi því fram, að sjúkdómurinn stafi
af því áfalli, sem hnéð hefur orðið
fyrir, fremur en uppskurðinum, varar
The British Medical Journal skurð-
111
lækna við að flana að því að fjarlægja
brjósk úr hné.
Today's Health.
LANGAR PIG AÐ VERÐA
LÆKNIR?
Prátt fyrir hið gífurlega kapphlaup
í læknaskólana í Bandaríkjunum —
þar sem gífurleg keppni er háð um
of lítið framboð á skólarúmi — viður-
kenna margir þeirra, sem kappsam
lega berjast fyrir inngöngu í skólana,
að þeir séu ekkert vissir um, að þeir
vilji endilega verða læknar.
Noregur hefur fundið ráð við þessu.
Par aukast líkurnar til að fá skóla-
vist í læknaskóla verulega, þegar um-
sækjandinn hefur þjónað eit ár sem
liðléttingur á sjúkrahúsi — hellt úr
koppum ,þvegið gólf, skipt á rúmum
og annað þvílíkt, sem þykir ekki eft-
irsóknarvert, en verður engu síður að
gera. Eftir tólf mánuði við þessa hlið
sjúkrahjálpar, sem verður að teljast
laus við allan glans og dýrðarljóma,
ætti læknirinn tilvonandi að eiga auð-
veldara með að gera það upp við sig,
hvort hann vill raunverulega verða
læknir. Forbes Magasine.
Játning þreytta föðurins: ,,Ég hafði aldrei eins mikla löngun til að
hlaupast að heiman þegar ég var barn, eins og núna, þegar ég á börn.“
Kona nokkur hringdi á skrifstofu skólaumsjónarmannsins og spurði:
„Getið þér sagt mér, hvað verður í fyrsta tíma eftir jólafrí?“ ,,Læti,“
var svarað að bragði.