Úrval - 01.11.1975, Síða 121

Úrval - 01.11.1975, Síða 121
HVAÐ VARÐ UM ÁST MÍNA? 119 Þegar hann var afskráður úr hern- um, giftumst við og hófum hjúskap á gistiheimili fyrst um sinn. Það leið langur tími þar til við gátum eignast okkar eigin íbúð, en okkur tókst að fá leigt herbergi. Eftir fjögurra ára sambúð fengum við fallega, nýtísku- lega íbúð. Þá höfðum við eignast tvö börn. Við höfðum ekki miklar tekj- ur. Hvers vegna er ég að rekja þetta? Vegna þess að á þessum tíma var ást okkar svo sterk, að þrátt fyrir alla erf- iðleika — veikindi barnanna, peninga- leysi okkar — var ekkert, sem gat unnið bug á henni, og við vorum mjög glöð og samheldin fjölskylda. Börnin voru falleg og frísk, fóru fyrst á vöggustofu en síðan á barna- heimili. í frítímum okkar fórum við í skógarferðir eða í kvikmyndahús, öll fjölskyldan saman. Ég hafði ekki hnjóðsyrði um mann- inn minn að segja. I 12 ár unnum við sitt á hvorri vaktinni, svo að við gætum annast börnin á víxl. Yrði annað þeirra lasið, var alltaf annað hvort okkar foreldranna heima til að líta eftir þeim. Þegar ég kynntist manninum mín- um, hafði ég fimm ára skólanám ?ð baki, en hann níu ára. En ég hafði alla tíð lesið mikið, og nú fékk ég hann til þess að Iesa líka. Og það var mér til furðu, hve mikið honum varð úr því, sem hann las. Hann skildi lestrarefnið svo til hlítar og skýrði það fyrir mér, að í mínum augum var hann vitrasti maður á jarðríki. Hann gekk í skóla fyrir unga verka- menn, en hélt síðan áfram í kvöld- skóla til þess að fá meiri menntun. Hann kom mér líka til að læra. Ég lauk fyrst gagnfræðaskóla en hélt síð- an áfram í tækniskóla. Seinna var honum boðið starf annars staðar í landinu sem forstjóri olíugeymslu- stöðvar, og við fluttumst út á land. Og þótt ég hefði aldrei áður átt heima í sveitaþorpi, vandist ég því fljótt. Nú erum við mjög vel stæð og höf- um um 500 rúblur í tekjur á mánuði saman lagt (það lætur nærri að vera um 82.500 kr. ísl. Þýð.). f gamla daga hafði mig aldrei dreymt um því- líkar tekjur. Ég sauma öll okkar föt, prjóna og sauma út. Af börnum er aðeins dóttir eftir á framfæri okkar, og hún er á síðasta ári í skóla. Við eigum hús og fallegan garð, með ávaxtatrjám og matjurtahorni. En ástin er flogin út um gluggann . . . ég finn jafnvel stundum til ein- hvers, sem líkist hatri, eða að minnsta kosti ama, í garð eiginmanns míns. Það er svo furðulegt, að hann hef- ur aldrei átt einn einasta vin. Ég hef eignast vini meðal nágranna okkar og vinnufélaga. Ég hef haldið bréfasam- bandi við gamla vinkonu mína í ell- efu ár og heimsæki hana endrum og eins. Það finnst manninum mínum kjánalegt. Hann trúir ekki á vináttu. Mín trú er sú, að stöðuframi spilli sumu fólki. Ég og maðurinn minn vinnum á sama stað. Áður fyrr unnum við bæði í þágu starfsfólksins, en nú verð ég
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.