Úrval - 01.11.1975, Síða 122
120
að gera það án hans. Áhugamál okkar
fara ekki lengur saman.
Auðvitað skil ég, að á okkar dög-
um er erfitt að veita vinnustað for-
stöðu og reyni að hjálpa manni mín-
um, en það gengur ekki. Hann er
ruddalegur við fólkið sitt. Maður
heyrir hann segja hvað eftir annað:
„Ég skal losa mig við þig. Ég skal
láta reka þig!“
Sem formaður trúnaðarmannaráðs
starfsmannanna á ég oft erindi að reka
við manninn minn, en hann hlustar
ekki á mig. Pað er eins og hann segi
bara: Pað er ég, sem ræð. Ég er yfir-
maður á þessum stað, og mér er sama
um ykkur pakkið.
Pannig er hann á vinnustaðnum, og
heima er hann litlu skárri. Hann hef-
ur ekki áhuga á neinu. Pað er útilok-
að að draga hann með sér í bíó. Við
komum honum til að kaupa sjónvarps-
tæki af því það eru um 70 kílómetrar
til næstu borgar og það er ekki margt
að skemmta sér við hér, en hann horf-
ir ekki einu sinni á bestu þættina.
Hann lítur ekki í bók né blað. Að
lokinni vinnu dettur hann bara sof-
andi út af.
Einu sinni, þegar hann hafði ávarp-
að fund, reyndi öll fjölskyldan að
kenna honum sómasamlegan framburð
nokkurra orða. Hann bjó í borg í 27
ár, svo hjálpi mér hamingjan, en enn
þann dag í dag talar hann einhverja
mállýsku, sem ég efast um að sé töl
uð í nokkru þorpi lengur. Enda trúa
verkamennirnir ekki á að hann sé verk-
ÚRVAL
fræðingur og kalla hann opinberlega
„gervidemantinn'1.
Petta fellur mér svo þungt. Ég veit,
hve mikið hann þurfti að hafa fyrir
menntun sinni. Við þurftum að spara
og hagræða í sex ár og fengum aldrei
nægan svefn. Við vorum öll í skóla
samtímis. Nú, þegar menntun hans er
lokið, gerist hann latur og lætur reka
á reiðanum.
Pó er það svo furðulegt, að hann
hefur nægan tíma. Vinnudeginum lýk-
ur klukkan sex, og við erum aðeins
tvær mínútur á leiðinni heim. Hann
á elckert tómstundastarf annað en of-
urlítið dútl í garðinum. Pess utan sit-
ur hann í hægindastól og dregur ýsur.
Og hann virðist ánægður með því-
líkt líferni. Hann á aðeins einn draum:
Við skulum fá okkur nokkra kjúkl-
inga og gæsir og kú.
Til hvers í ósköpunum? Við gæt-
um drukkið mjólk eins og vatn, ef
við kærðum okkur um, og egg eru
auðfengin í búðinni í næsta húsi. Við
höfum allt til alls. Lætur hann sér
detta í hug, að ég fari út og selji af-
gangs landbúnaðarvörur af eigin fram-
leiðslu? Ég hef 145 rúblur fca. 24
þús. kr. Pýð.) í kaup á mánuði.
Döpur minnist ég þess tíma, þegar
við vorum venjulegt verkafólk, en
hlógum og gerðum að gamni okkar
meðan við unnum hörðum höndum
fyrir lífinu, suðum okkur ódýrar
stöppur og átum þær með tilþrifum
og glæsibrag.
í þá daga elskaði ég hann. í þá
daga áttum við heitar rökræður er