Úrval - 01.11.1975, Page 124
122
ÚRVAL
— Hvernig getur fólk þekkt sjúkdóma sína á byrjunar-
stigi? -—■ Aðeins með fræðslu. Þar eru þeir færastir
að fræða, sem sjálfir hafa orðið fyrir lífsreynslu.
Islendingar eru dulir á slíkt, en hér er þó frásögn einnar
konu, sem orðið hefur fyrir barðinu á þungum sjúkdómi.
Krabbamein
r
i
kjálka
ERLA ÞÓRDÍS JÓNSDÓTTIR
*
*
***** yrir rúmum þrem árum
(j)var ég það sem kallað er
besta aldri, og þóttist
*kvenna hraustust og vann
***** af kappj bæði heima og
utan heimilis, eins og nútímakonu
þykir sæma. Tvöfaldur vinnudagur,
það er nú frelsun konunnar í raun,
eða svo hefur mér reynst.
í nóember 1971 fékk ég líftrygg-
ingu með bestu kjörum, þar sem ég
virtist svo fílhraust og var ekki nenia
tæpra 43 ára að aldri. Reyndar viður-
kenndi ég, að ég hefði haft þrálátt
kvef að undanförnu, en slíkt telst
ekki til sjúkdóma. Auðvelt er að vera
skynsamur eftir á, grunsamlegt var
það, að kvefið mitt var aðeins í ann-
arri nösinni, sem stíflaðist æ meir, og
ef ég reyndi að snýta mér kom ekk-
ert, nema smáblóðdropi. Aldrei hafði
ég heyrt annað en að blóðnasir væru
— Úr Fréttabréfi um heilbrigðismál —