Úrval - 01.11.1975, Side 128
126
ÚRVAL
CZ7/ umtiugsunar>
FÖT OG TÍSKA
Sá, sem vill eiga fallega konu, ætti að velja hana á mánudegi en ekki sunnudegi, þegar hún er í sínu besta stássi. James Howell. Um leið og Eva hafði snætt af tré vísdómsins, rétti hún út höndina eftit fíkjublaði. Um leið og kona fer að hugsa, dettur henni nýr kjóll í hug. Heina.
Bein lína er stysta leið milli tveggja punkta, en bogalínan er langtum fal- legri. Mae West. Allt það, sem kallað er gáfur, get- ur klók kona þurrkað út með flegnu hálsmáli. Marlene Dietrich.
Konurnar halda því fram, að þær hafi sterkara bak en karlarnir. Pað er ekki rétt — þær sýna það bara oftar. André Maurosi. Hún var svo glæsilega klædd, að hún fann að hún hafði samtalið í hendi sér. K.K. Steincke.
Leikkona með sjálfsvirðingu notar ekki sama kjólinn tvisvar sinnum á einu misseri fyrir framan altarið. Hollywood Pictorical. Pað er merki um örvæntingu, þegar konan er í of fáum fötum en með of mikinn andlitsfarða. Oscar Wilde.
Vitundin um að vera vel til fara, gefur manninum meiri öryggistilfinn- ingu en nokkur trúarbrögð. Herbert Spencer. Karlmenn geta sofið í náttfötum, þótt buxurnar séu ekki eins litar og jakkinn. Herratískuráðið.
Maður ætti alltaf að fara í bestu buxurnar, þegar maður ætlar út að berjast fyrir frelsi og sannleika. Henrik Ibsen. HH--f<H-<HKH<H-<-<-<-<-<-<-<H-HHHHn:- Ég hélt, að viðleitni mín á bók- menntasviðinu myndi gera mig ódauð- legan — en það verða raunar buxurn- ar! Soren Kierkegaard. ;-<HHHHH- <<