Goðasteinn - 01.09.1965, Page 13

Goðasteinn - 01.09.1965, Page 13
mæðginin afhenda jarðirnar, endurgjaldslaust. Allar líkur eru til þess, að hann hafi verið nákominn þeim að ætt eða mægðum og hafi átt fjárinnstæðu hjá þeim. 4. júlí 1469, á Alþingi, selur Magnús Þorleifi aftur Böðvarshóla fyrir Steinsstaði í Öxnadal 3). Það er vegna þess, að jarðir þær, sem Ólöf og Þorleifur afhenda Magnúsi, eru í Húnavatnsþingi, að líkur má telja fyrir því, að Magnús sé sá, sem fyrr getur í málinu við Egil Grímsson, og sá, sem lögréttumaður var 1467, en engin vissa er fyrir því, að hann sé hinn sami. Það er þó víst, að Magnús hefur, þegar hér er komið sögu, þegar verið kvæntur í nokkur ár, og ekki er sennilegt, að tveir Magnúsar Jónssynir séu meðal helztu bænda í Húnavatns- þingi um þetta leyti, jafnvel þótt nafnið sé algengt, en þó kann svo að hafa verið. Ætla má af þessu, að Magnús sé varla fæddur síðar en um 1435. Á Aiþingi 3. júlí 1471 seldu og fengu Ólöf Loftsdóttir og Þorleifur Björnsson Magnúsi Jónssyni jarðirnar Kross í Eystri-Landeyjum og Núp í Eystrahreppi, og skyldi Magnús greiða bræðrunum síra Andrési Árnasyni og Árna Árnasyni peninga fyrir jörðina Núp, eftir því sem þeim um semdist. Á andvirði Kross er ekki minnzt í kaupbréfinu, og er svo að sjá, sem enn hafi Magnús átt fé inní hjá mæðginunum. í kaupbréfinu lýsa þau því, að þau hafi áður selt og fengið Magnúsi Böðvarshóla og Galtarnes. Af þeirri yfir- lýsingu fæst vitneskja um það, að um sama mann er að ræða. Síðar sama sumarið var Magnús veginn í svonefndri Krossreið, og var hann þá kvæntur Ragnheiði Eiríksdóttur, sem átt hafði áður Þorstein bónda, sem talinn er hafa búið á Reyni í Mýrdal, Helga- son lögmanns, Guðnasonar. Þorsteinn mun enn vera á lífi 20. nóvember 1465, með því að það mun vera hann, sem þá er meðal dómsmanna á Skarði á Landi *), og hann kann að hafa lifað nokkr- um árum lengur. Líklegast er, að Magnús hafi ekki kvænzt Ragn- heiði fyrr en árið 1471, og það hafi verið til þess, að Magnús gæti lagt fram nægilegt fé á móti henni, að Ólöf og Þorleifur fengu hon- um tvær stórjarðir á Suðurlandi. 3) D. I. V, 546 D. I. V, 455. Goðasteinn 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.